Umhverfis- og framkvæmdaráð

10. september 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 218

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir varamaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

   Farið yfir kynningu frá SSH varðandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Dagur Jónsson fer yfir málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við fyrirhugaða auglýsingu deiliskipulags vatnsverndar á höfuðborgarsvæði, en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði, markmið og orðalag í skipulagsáætluninni.

  • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

   Tekið til umræðu. Dagur Jónsson veitustjóri fer yfir málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á mikilvægi vatnsverndar og vatnsöflunar.

  • 1304280 – Tekjustofnar veitna, dómsmál

   Tekið til umræðu. Dagur Jónsson veitustjóri fer yfir málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   Kynnt staða deiliskipulagsvinnu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1305286 – Vellir umhverfismál

   Kynnt niðurstaða verðkönnunar á moldun mana.

   Lagt fram.

  • 1409177 – Samgönguvika 2014

   Samgönguvika 2014 verður haldin á höfuborgarsvæðinu dagana 16-23. sept 2014. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar 2014 verður haldin i Iðnó 19. september nk. Dagskrár sveitarfélaganna verður kynnt betur á heimasíðum þeirra.

   Kynnt.

  • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

   Lögð fram breyting á framkvæmdaáætlun.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar breytingunni á framkvæmdaáætlun til bæjarráðs.

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

   Lagðar fram hönnunarfundargerð nr 27.

   Lagt fram.

  • 1409140 – Fléttuvellir 3, lausar stofur verksamningur

   Lagðar fram fundargerðir nr 1-3

   Lagt fram.

Ábendingagátt