Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. september 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 219

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir varamaður
  • Adda Guðrún Gylfadóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1305269 – Thorsplan, útfærsla

      Þráinn Hauksson landslagsarkitekt mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela Landslagi hf að koma með tillögðu að breytingum sem stuðlar að bættri nýtingu á torginu í tilefni af 10 ára afmæli torgsins á næsta ári.

    • 1308467 – Skipulag Flensborgarhafnar

      Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs mætir til fundarins og fer yfir stöðu á deiliskipulagsvinnu á svæðinu.

      Frestað á milli funda.

    • 1409586 – Umhverfisvöktun á Völlunum

      Farið yfir umhverfisvöktun á Völlunum og almennt í Hafnarfirði. Á fundinn mætir Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis$line$

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur sviðsstjóra að skoða málið milli funda.

    • 1409567 – Hellisgerði, hönnun og uppsetning skrautlýsingar, samstarfsverkefni

      Lagt fram erindi frá Steinunni Guðnadóttur dags 9. sept 2014 varðandi hönnun og uppsetningu skrautlýsingar í Hellisgerði sem verður til sýnis þegar Jólaþorpið er opið,fjórar aðventuhelgar fyrir jól.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu og hver aðkoma bæjarins sé að málinu.

    • 1409587 – Vatnspóstar,hönnun og gerð, samstarfsverkefni

      Lagt fram erindi frá Steinunni Guðnadóttur dags 9. sept 2014 varðandi hönnun og gerð vatnspósts af nema/nemum Iðnskóla Hafnarfjarðar að undangenginni samkeppni innan skólans.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu og hver aðkoma bæjarins sé að málinu.

    • 1409605 – Sörli, ósk um breytingar á skiltun

      Lagt fram erindi stjórnar og reiðveganefndar Hestamannfélagsins Sörla dags 19. sept 2014 þar sem óskað er eftir að skilti sem bannar að riðið sé um veginn inn Sléttuhlíð sé tekið niður.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skilti sem bannar að riðið sé um veginn í Sléttuhlíð séu tekin niður meðan ekki er búið að framkvæma reiðleiðina ofan Sléttuhlíðar samkv. deiliskipulagi.

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lagðar fram fundargerðir nr. 198 og 199 sem finna má á heimasíðu Strætó bs.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð nr.341

      Lagt fram.

Ábendingagátt