Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. nóvember 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 222

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1408105 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 - 2025

      Tekið til umræðu.

      Haldinn verður vinnufundur n.k. miðvikudag kl 8:15 vegna fjárfestingaverkefna.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lagt fram minnisblað frá Veitustjóra um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir minnisblað um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.$line$$line$Umhverfis og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar vill árétta mikilvægi þess að við heildarendurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu sé litið til bættrar nýtingar á núverandi vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins og skoða heildstætt vatnstöku og þær mismundandi aðstæður sem sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins búa við.$line$$line$Þá gerir ráðið athugasemdir við að í skýrslunni eru engin ný svæði í nágrenni höfuðborgarinnar tekin frá undir vatnsvernd og ekki liggur fyrir nein áætlun um uppbyggingu framtíðarvatnsbóla eða varavatnsbóla fyrir svæðið í heild.

    • 1406349 – Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, hagkvæmniúttekt

      Lögð fram hagkvæmisúttekt.

      Lagt fram.

    • 1410494 – Rekstrarúttekt

      Lagt fram.

      Lagt fram.

    • 1212133 – Snjómokstur og hálkuvarnir

      Fyrirkomulag snjóruðnings og hálkuvarna kynnt.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1404078 – Plastpokar

      Tekið fyrir að nýju. Á fundinn mætir innkaupastjóri bæjarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1410396 – Sörli hestamannafélag, reiðleið, nýframkvæmdir

      Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Sörla dags. 16.okt 2014 varðandi reiðstígagerð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð.

    • 1410570 – Bæjarhraun,ósk um fjölgun bílastæða við götuna.

      Lagt fram erindi Blikás ehf og Hamraverks ehf dags. 21. okt 2014 þar sem óskað ef eftir að bæjaryfirvöld leysi úr því vandamáli sem komið er upp með bílastæði eftir að gatan var þrengd.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skipulags- og byggingaráðs.

    • 1410633 – Samgöngumál í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að boða til fundar með Vegagerðinni og Innanríkisráðuneytinu vegna samgöngumála í Hafnarfirði.

    • 0904225 – Útilistaverk í eigu Hafnarfjarðarbæjar

      Lögð fram bókun stjórnar Hafnarborgar frá 29. sept. 2014 varðandi útilistaverk.

      Lagt fram.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lagt fram erindi frá aðalstjórn FH varðandi byggingaráform í Kaplakrika.$line$Sviðsstjóri Umhverfis og framkvæmda vék af fundi undir þessum lið.

      Frestað á milli funda.$line$

    Fundargerðir

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lagðar fram fundargerðir nr. 200 og 201 sem finna má á heimasíðu Strætó bs.

      Lagt fram.

    • 1410632 – Bjarkavellir 3, leikskóli

      Lagðar fram fundargerðir hönnunar nr.1-4.

      Lagt fram.

Ábendingagátt