Umhverfis- og framkvæmdaráð

11. febrúar 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 230

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1409081 – Golfklúbburinn Keilir, ósk um viðræður

      Arnar Borgar Atlason og Ólafur Þór Ágústsson fulltrúar golfklúbbsins Keilis mættu til fundarins og kynntu uppbyggingaráætlanir félagsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og leggur til við bæjarráð að skoðað verði að styðja við fyrirhuguð áform félagsins.

    • 15011031 – Sorpa, kynning á starfsemi Sorpu bs.

      Björn H Halldórsson hjá Sorpu bs mætti til fundarins og kynnti starfsemina sem og Húsasorpsrannsókn 2014.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1502176 – Fráveitulagnir innan lóðar

      Dagur Jónsson fer yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfi og framkvædum að vinna áfram að málinu.

    • 1410632 – Bjarkavellir 3, leikskóli

      Erlendur Á Hjálmarsson kynnir uppdrætti.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og verður málið tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

    • 15011032 – Norðurvangur, bílastæði milli

      Lagt fram erindi leikskólastjóra Norðurbergs dags 23. janúar 2015 um ósk um sérmerkingu stæða við Norðurvang. Lögð fram umsögn Umhverfis og framkvæmda.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og heimilar sérmerkingu stæðanna.

    • 15011126 – Hamraberg, hraðahindrun

      Lagt fram erindi Þórðar Þórðarsonar Grenibergi 1 dags 29. janúar 2015 varðandi umferð og hraðahindrun á svæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki orðið við innsendu erindi að sinni varðandi breytingar á hraðahindrun vegna umferðaröryggismála. Varðandi gat í hljóðmön er það mál í vinnslu og síðan er á dagskrá fundur með ráðherra þann 19. febrúar næstkomandi þar sem samgöngumál í Hafnarfirði eru á umræðu

    • 1305150 – Flatahraun 14, húsnæðismál

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfi og framkvæmdum að skoða málið.

    • 1502096 – Umferðarþing og samgönguþing,fimmtudaginn 19. febrúar

      Umferðar- og samgönguþing verða haldin fimmtudaginn 19. febrúar í Hörpu í Reykjavík. Þingin eru skipulögð af innanríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu. Umferðarþingið verður haldið milli klukkan 9 og 12.15 en samgönguþingið stendur frá klukkan 13.15 til 17.

      Lagt fram.

    • 1502095 – Evrópuvika sjálfbærrar orku, 15-19. júní

      Málefnið kynnt.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerði 2015

      Lögð fram fundargerðir 208 og 209. Sjá$line$http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/

      Lagt fram.

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð nr 38

      Lagt fram.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð nr. 346.

      Lagt fram.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lögð fram fundargerð nr.5 vegna flýtiframkvæmdar FH.

      Lagt fram.

    • 15011034 – Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð nr 19.

      Lagt fram.

Ábendingagátt