Umhverfis- og framkvæmdaráð

25. febrúar 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 231

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson, Erlendur Á Hjálmarsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson, Erlendur Á Hjálmarsson og Helga Stefánsdóttir

 1. Almenn erindi

  • 1305269 – Thorsplan, útfærsla

   Þráinn Hauksson ark. mætir til fundarins og fer yfir tillögur að viðbótum við Thorsplan.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1006282 – Hundasvæði

   Berglind Guðmundsdóttir landslagsark. mætir til fundarins og kynnir mögulegar staðsetningar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1502227 – Yfirlagnir í Hafnarfirði, ósk um framlengingu á samningi 2014

   Lagt fram erindi Hlaðbær-Colas hf dags 10. febrúar 2015 varðandi framlengingu á samningi um yfirlagnir.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu á grunni verðbreytinga á olíu og heimilar sviðinu að bjóða út yfirlagnir.

  • 1311380 – Upplýsinga- og vegvísunarskilti

   Tekið til umræðu.

   Málið kynnt.

  • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

   Veitustjóri fer yfir málið

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir umsögnina.

  • 1502176 – Fráveitulagnir innan lóðar

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela veitustjóra að endurskoða Fráveitusamþykkt Hafnarfjarðarbæjar.

  • 1410632 – Bjarkavellir 3, leikskóli

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heikilar sviðinu að bjóða út verkið.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG ítreka bókun sína frá 26. nóvember síðastliðinn þar sem lagt var til að áfram yrði unnið samkvæmt fyrri áætlunum að byggingu nýs leikskóla á Bjarkarvöllum. Samkvæmt þeim áætlunum átti að taka leikskólann í notkun haustið 2015. Fulltrúum Samfylkingarinnar og VG finnst miður að dregið hafi verið úr framkvæmdarhraða þannig að fyrri áætlanir standist ekki. Mikil þörf er fyrir leikskólarými á Völlunum og brýnt að framkvæmdir gangi sem hraðast fyrir sig svo hægt sé að opna leikskólann sem fyrst. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíð bóka: Það er ánægjuefni að nú hefjast framkvæmdir við leikskóla á Bjarkavöllum í samræmi við forgangröðun framkvæmdaáætlunar. Verkhraði er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins og gerir ráð fyrir að verkinu ljúki haustið 2016. Með eðlilegum framkvæmdahraða gefst svigrum til þess að vanda verkið og fá hagstæðari kjör.

  • 1502313 – Skemmtilegar merkingar.

   Lögð fram bókun menningar- og ferðamálanefndar dags 17. febrúar 2015 varðandi skemmtilegar merkingar í Hafnarfirði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðinu að vinna kostnaðaráætlun.

  • 1502289 – Frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál til umsagnar

   Lögð fram umsögn veitustjóra.

   Lagt fram.

  • 1502290 – Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál til umsagnar

   Lagt fram, ekki er gerð athugasemd við frumvarpið.

   Lagt fram.

  • 1502182 – Frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál til umsagnar

   Lagt fram.

   Lagt fram.

  • 1502399 – Frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), 503. mál til umsagnar

   Lagt fram.

   Lagt fram.

  • 1502400 – Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur), 504. mál til umsagnar

   Lagt fram

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2014

   Lögð fram fyrsta fundargerð starfshópsins.

   Lagt fram.

  • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

   Lögð fram fundargerð nr.38.

   Lagt fram.

  • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

   Lagðar fram fundargerðir 211 og 212.

   Lagt fram.

Ábendingagátt