Umhverfis- og framkvæmdaráð

25. mars 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 233

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson, Erlendur Á Hjálmarsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson, Erlendur Á Hjálmarsson og Helga Stefánsdóttir

  1. Almenn erindi

    • 0701265 – Fatlaðir, aðgengi

      Á fundinn mætti Harpa Cilia Ingólfsdóttir frá Aðgengi ehf.$line$Kynnti hún úttektar- og skráningarkerfi varðandi aðgengismál.$line$

      Umhverfis- og framkvæmdasvið þakkar kynninguna og felur sviðinu að vinna áfram að málinu.

    • SB060759 – Hvaleyrarvatn

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsark. mætti til fundarins og kynnti deiliskipulag Hvaleyrarvatns.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið þakkar kynninguna.

    • 1503170 – Kvartmíluklúbburinn, flýtiframkvæmdarsamningur

      Lögð fram drög af samningi milli Kvartmíluklúbbsins og Hafnarfjarðarbæjar um flýtiframkvæmd við endurbyggingu og breikkun kvartmílubrautarinnar.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og vísar honum til staðfestingar í bæjarráðs.

    • 1503178 – 17. júní 2015, lokun gatna

      Lagt fram erindi frá ÍTH vegna lokunnar gatna 17. júní.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið samþykkir lokanir vegna 17. júní fyrir sitt leiti.

    • 15011115 – Forgangsakstur

      Lagt fram erindi frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

      Lagt fram.

    • 1503052 – Viðhald gatna, malbik

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið þakkar kynninguna og mun sviðið leggja fram áætlun um viðhaldsþörf 2015 á næsta fundi.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið ítrekar bókun fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stýrihópnum í grein 8.4.1. og samþykkir heildarendurskoðunina. Heildarendurskoðuninni er vísar henni fyrir sitt leiti til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1310300 – Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði

      Lagt fram erindi frá Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem óska eftir því að halda áfram vinnu vegna þessa verkefnis.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið samþykkir að halda áfram vöktun þungmálma í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Farið yfir húsnæðismál í Áslandsskóla

      Málið kynnt.

    • 1410198 – Krýsuvík, rannsóknir á jarðhitasvæði

      Farið yfir fund með HS Orku, sem var 19. mars.

      Málið kynnt.

    • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

      Óskað er heilmildar til að bjóða út 1. áfanga yfirborðsfrágangar.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið samþykkir útboðið.

    • 1502313 – Skemmtilegar merkingar.

      Kynnt kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið tekur vel í erindið og vísar umbeðinni kostnaðaráætlun til Ferða- og menningarmálanefndar.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lögð fram ósk um umsögn um frístundarheimili frá Fjölskylduráði.

      Lagt fram.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð nr.348.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð 2014.

      Lagt fram.

Ábendingagátt