Umhverfis- og framkvæmdaráð

6. maí 2015 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 235

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valgerður B. Fjölnisdóttir varamaður

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson, Erlendur Á Hjálmarsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson, Erlendur Á Hjálmarsson og Helga Stefánsdóttir

 1. Almenn erindi

  • 0701265 – Fatlaðir, aðgengi

   Til fundarins mætir Bergur Þorri Benjamínsson formaður ráðgjafarráðs og Ásrún Jónsdóttir hjá fjölskylduþjónustunni vegna málefna fatlaðs fólks.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við Aðgengi varðandi úttekt á húsnæði bæjarins.

  • 1504265 – Reykdalsvirkjun, stíflumannvirki

   Björn Ingi Sveinsson og Jóhannes Einarsson mæta til fundarins fyrir hönd Reykdalsfélagsins og fer yfir málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að skoða málið áfram.

  • 1410632 – Bjarkavellir 3, leikskóli

   Lögð fram niðurstaða útboðs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægstbjóðanda. S.Þ. verktaka ehf.

  • 1410334 – Hraunvallaskóli, húsnæðismál

   Staða á húsnæðismálum skólans kynnt.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1412249 – Villikettir í bæjarlandi Hafnarfjarðar

   Tekið fyrir að nýju.

   Þann 1. janúar 2014 tóku gildi ný lög um dýravernd á Ísland. Þau voru samþykkt á Alþingi 8. apríl 2013 og heita lög um velferð dýra nr. 55/2013. Umhverfis og framkvæmdaráð leggur til að vinna við dýraverndarstefnu Hafnarfjarðar verði sett af stað. $line$Í vinnu við dýraverndunarstefnu Hafnarfjarðar verði leitað eftir umsögnum og sjónarmiðum frá dýravinum og félagasamtökum. Sviðsstjóra er falið að vinna að málinu milli funda.

  • 1504045 – Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga, erindi varðandi villiketti í Hafnarfirði.

   Tekið fyrir að nýju.

   Þann 1. janúar 2014 tóku gildi ný lög um dýravernd á Ísland. Þau voru samþykkt á Alþingi 8. apríl 2013 og heita lög um velferð dýra nr. 55/2013. Umhverfis og framkvæmdaráð leggur til að vinna við dýraverndarstefnu Hafnarfjarðar verði sett af stað. $line$Í vinnu við dýraverndunarstefnu Hafnarfjarðar verði leitað eftir umsögnum og sjónarmiðum frá dýravinum og félagasamtökum. Sviðsstjóra er falið að vinna að málinu milli funda.

  • 1504375 – Umhverfisvaktin 2015

   Umhverfisvaktin 2015 kynnt.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  Fundargerðir

  • 0805163 – Vinnuskólinn

   Geir Bjarnason hjá ÍTH og Björn Hilmarsson yfirverkstjóri kynna fyrirkomulag vinnuskólans í sumar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

   Lögð fram fundargerð nr.41

   Lagt fram.

  • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

   Lagðar fram fundargerðir nr. 214 og 215.

   Lagt fram.

Ábendingagátt