Umhverfis- og framkvæmdaráð

9. september 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 241

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson og Helga Stefánsdóttir.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Dagur Jónsson og Helga Stefánsdóttir.

  1. Almenn erindi

    • 1508471 – Skotæfingasvæðið í Kapelluhrauni, ósk um malbikun á aðkomuleið

      Lagt fram erindi Skotíþróttafélagsins í Hafnarfirði dags 21. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir að aðkoma að svæðinu verði malbikuð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð visar malbikuninni til fjárhagsáætlunar.

    • 1410334 – Hraunvallaskóli, húsnæðismál

      Þormóður Sveinsson ark. á Umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins og fer yfir stöðu mála varðandi innanhúss breytingar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1508738 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2016

      Umhverfis- og skipulagsþjónusta óskar eftir heimild til að bjóða út frafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ. Samningur við Fallorku rennur úr gildi 31. júní 2016.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í útboð.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að leita lögfræðilegrar ráðgjafar varðandi framhald málsins.

    • 1509065 – Viðhald húsnæðis 2015

      Kynnt viðhaldsáætlun 2015 og staða verkefna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 0701055 – Félagslegar leiguíbúðir

      Fjölskylduráð samþykkir að skipa í starfshóp um félagslega húsnæðiskerfið, stöðuna og framtíðarskipulag. Óskað er eftir samvinnu við umhverfis- og framkvæmdaráð.

      Lagt fram.

Ábendingagátt