Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. október 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 243

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Matthías Freyr Matthíasson varamaður
  • Bára Friðriksdóttir varamaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1305091 – Umhverfismál

      Framhald umræðu m.a. um stöðu umhverfisfulltrúa. Ekki er um nýja stöðu að ræða heldur tilfærslu verkefna innan sviðsins og áherslubreytingar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að fara í umræddar breytingar.

    • 1509278 – Járnmaðurinn 2016

      Lagt fram erindi 3SH, sent í tölvupósti 9. september 2015, varðandi það að halda hálfan járnmann á næsta ári í Hafnarfirði og flytja keppnina í miðbæ.

      Íþrótta- og tómstundarnefnd tekur jákvætt í málið og óskar eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en bendir á að rýna þarf allar leiðir vegna lokana vel.

    • 1505207 – Erluás 31, bílar í snúningshraus

      Lagt fram álit Juris, sent í tölvupóti 20. september 2015, varðandi stöðu bíla í snúningshausum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að endurskoða lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar, 20 gr. þeirra sem lítur að bifreiðastöðum í snúningshausum, með hliðsjón af fyrirliggjandi lögfræðiáliti.

    • 1210096 – Hellnahraun 2 og 3 , Krýsuvíkurvegur, hringtorg

      Lagt fram svar Vegagerðarinnar dags. 10. september 2015 varðandi gerð hringtorgs við Krýsuvíkurveg.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1509714 – Hafnarfjörður, rallakstur Rally í Reykjavík

      Lagt fram erindi Bifreiðaíþróttafélgas Reykjavíkur, sent í tölvupósti 28. september 2015, varðandi rallakstur Rally í Reykjavík á Holtinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1509740 – Krýsuvíkurberg,sprungumyndun

      Lagt fram erindi frá lögreglunni á Suðurnesjum sent í tölvupósti 28. september 2015 varðandi sprungumyndun við Krýsuvíkurberg.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að setja upp varúðarmerkingar við svæðið.

    • 1405390 – Víðistaðatún

      Fulltrúi starfshópsins kynnti frumtillögur að framtíðarnotkun Víðistaðartúns.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Til kynningar.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Drög að fjárfestingaáætlun umhverfis- og skipulagsþjónustu tekin til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar.

    • 1510071 – Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál. til umsagnar

      Lagður fram tölvupóstur dags. 24. september 2015 frá umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis varðandi umsagnar um ofangreint frumvarp.

      Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. október nk.

      Berglind Guðmundsdóttir mætti til fundarins vegna dagskrárliða 11 og 12.

      Lagt fram.

    • 1510070 – Frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál. til umsagnar

      Lagður fram tölvupóstur dags. 24. september 2015 frá umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis varðandi umsagnar um ofangreint frumvarp.

      Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. október nk.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð nr 224 og nr 225 ásamt fylgiskjölum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð nr. 354

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt