Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. október 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 244

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátur Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátur Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1510112 – Sorpa bs., rekstraráætlun 2016-2020

      Lögð fram rekstraráætlun Sorpu fyrir 2016-2020. Björn H Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs mætti til fundarins og kynnti áætlunina.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1510071 – Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum,til umsagnar

      Tekin fyrir að nýju umsögn um ofangreint lagafrumvarp.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga frá umsögn sem verður síðan lögð fram á næsta fundi.

    • 1510070 – Frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.),til umsagnar

      Tekin fyrir að nýju umsögn um ofangreint lagafrumvarp og
      lögð fram drög að umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir framlögð drög og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að koma henni á framfæri.

    • 1510227 – Umhverfisstofnun og náttúruverndarnefndir, ársfundur 2015

      Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 14. október 2015 um ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sem haldinn verður 12. nóvember n.k. í Reykjavík.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1510183 – Umferðaröryggi, gróður, ástand

      Lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 28. sept 2015 varðandi gróður við vegi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1510016 – Thorsplan, jólaþorp 2015

      Lokanir gatna í tengslum við Jólaþorpið teknar til umfjöllunar.

      Afgreiðslu frestað og óskar umhverfis- og framkvæmdaráð eftir kynningu á skipulagi jólaþorpsins.

    • 1508738 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2016

      Lögð fram drög að útboðsgögnum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410334 – Hraunvallaskóli, húsnæðismál

      Húsnæðismál Hraunvallaskóla tekin til umfjöllunar. Kostnaðaruppgjör vegna breytinga liggur ekki fyrir.

      Kristinn Andersen vék af fundi að lokinn umfjöllun þessa liðar kl. 09:40

      Til umfjöllunar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt