Umhverfis- og framkvæmdaráð

4. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 245

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmann sátur Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmann sátur Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar tekin til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar og farið yfir helstu fjárfestingaliði.

    • 1510326 – Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg

      Kynnt tenging Herjólfsbrautar við nýjan Álftanesveg og svör Garðarbæjar varðandi málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun í skipulags- og byggingarráðs frá 3. nóvember sl.

    • 1510391 – Sorphirða, auka pokar

      Teknar til umræðu hugmyndir um að bæjarbúar geti keypt sérstaka poka fyrir aukasorp sem skapast um jólin.

      Ishmael David mætti á fundinn vegna dagskrárliðar 3.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í tilraunaverkefni með sérstaka poka fyrir aukasorp í desember í ár.
      Janframt felur ráðið umhverfis- og skipulagsþjónustu að leggja fram tillögur um kynningu á verkefninu á næsta fundi.

    • 1510016 – Thorsplan, jólaþorp 2015

      Geir Bjarnason og Margrét Blöndal verkefnisstjóri jólaþorpsins mættu til fundarins og kynntu vinnu við Jólaþorpið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirhugaðar lokanir á Strandgötu í tengslum við jólaþrpið og einnig Tjarnarbraut, Skólabraut og Austurgötu vegna skrúðgöngu á Þorláksmessu.

    • 1302006 – Íþróttamannvirki í eigu Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaga, eignaskiptasamningar

      Farið yfir stöðuna í vinnu við gerð eignaskiptasamninga íþróttamannvirkja.

      Til upplýsinga.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Lagðar fram fundargerðir starfshópsins nr. 6 og 7.
      Lögð fram kynning vegna framkvæmdar við gervigrasvöllinn.
      Einnig drög að áfangaskýrsla starfshópsins dagsett 29. október 2015.

      Lagt fram.
      Afgreiðslu frestað.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Uppbygging Ásvalla tekin til umfjöllunar en bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til skoðunar í tengslum við fjárfestingaráætlun 2016 á fundi sínum 22.10. sl.

      Lagt fram.

    • 1510438 – Krýsuvík, hreinsun

      Lagt fram erindi Garðyrkju ehf ódags. en móttekið 20.10.2015 varðandi hreinsun á uppistöðum gamalla gróðurhúsa í Krýsuvík.

      Lagt fram.

    • 1511031 – Krýsuvíkurbjarg, ruslalosun

      Tekið til umræðu frétt þar sem fjallað er um að aðilar hafi losað sig við rusl fram af Krýsuvíkurbjargi.

      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti á fundinn vegna dagskrárliða 9 og 10.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð harmar að gengið sé um náttúru Íslands með þeim hætti eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í þessu tiltekna máli og fordæmir slíka umgengni.

      Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd 1975. Krýsuvíkurberg nýtur hverfisverndar og á svæðinu má finna fornleifar og er Krýsuvíkurberg talið eitt af mikilvægustu fuglasvæðum á Íslandi og það stærsta á Reykjanesskaganum. Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því að umhverfis- og skipulagsþjónusta leggi fram formlega kæru vegna málsins skv. lögum um meðhöndlun úrgangs og skv. lögum um náttúruvernd.

    • 1510071 – Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, til umsagnar

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu um fyrirliggjandi frumvarp.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögnina og gerir hana að sinni.

    • 1409586 – Umhverfisvöktun á Völlunum

      Farið yfir tilboð vegna mælitækja til umhverfisvöktunar á Völlunum.
      Á fundinn mættu fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að taka saman greinargerð yfir tilboðin fyrir næsta fund.

    Fundargerðir

Ábendingagátt