Umhverfis- og framkvæmdaráð

27. janúar 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 251

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
 • Helga Þórunn Sigurðardóttir varamaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.[line][line]Sigurður Haraldsson vék af fundi að lokinni umfjöllun 4. dagskrárliðar.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.[line][line]Sigurður Haraldsson vék af fundi að lokinni umfjöllun 4. dagskrárliðar.

 1. Almenn erindi

  • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

   Gerð grein fyrir fundi vegna skólaskipunar.

   Til upplýsinga.

  • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

   Lagður fram listi yfir innsend tilboð í hönnun og ráðgjöf vegna hjúkrunarheimilis við Sólvang.

   Lagt fram til kynningar.

   Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:

   Í útboðsgögnum sem sett voru í auglýsingu þann 2. desember síðastliðinn segir m.a. ,,Öll hönnun skal miðast við að koma fyrir á lóðinni allt að 60 rýmum í nýbyggingu og allt að 20 hjúkrunarrýmum í eldri byggingu Sólvangs með tilheyrandi lóð.“ Ennfremur segir þar; ,, Skoða þarf sérstaklega eldra húsnæðið með tilliti til þeirra 20 hjúkrunarrýma sem gera á ráð fyrir að verði þar, gert er ráð fyrir að hjúkrunarrýmin verði a.m.k. á 3. og 4. hæð hússins. Húsnæðið er til staðar og gert er ráð fyrir að hönnuðir skoði það sérstaklega m.t.t. breytinga á innra skipulagi. Einnig skal gera ráð fyrir að nýbyggingin tengist hverri hæð núverandi byggingar. “
   Ljóst er með bréfi Velferðarráðuneytisins sem dagsett er þann 30. nóvember síðastliðinn að ráðuneytið fellst ekki á að farið verði í endurbætur á Sólvangshúsinu þannig að þar verði 20 hjúkrunarrými.
   Það er því ljóst að ein meginforsenda núverandi meirihluta fyrir því að réttlætanlegt væri að hætta við að byggja hjúkrunarheimilið í Skarðshlíð og hefja uppbyggingu á því á Sólvangsreitnum er nú brostin.
   Einnig er það óábyrgt að mati fulltrúa Samfylkingar og VG að ráðist hafi verið í útboð á hönnun nýs hjúkrunarheimilis áður en kostnaðaráætlun verksins liggur fyrir.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:

   “Samningurinn um byggingu nýs hjúkrunarheimilis var undirritaður árið 2010 og er í daglegu tali kallaður „leiguleiðin“ en forsendur samnings eru annars vegar að bærinn byggir hjúkrunarheimilið með vilyrði fyrir leigusamningi við ríkið og síðan er gerður annar samningur um dvalargjöld. Þar sem svo langur tími hefur liðið frá undirritun eða 5 ár í hafa forsendur samnings breyst. Bréfaskriftir við ráðuneytið sem vísað er til í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna eru tilkomnar vegna beiðni bæjarins um að uppfæra forsendur samningsins og er þar um verulega hagsmuni fyrir sveitarfélagið að ræða. Verkefnisstjórninni þótti eðlilegt að óska ennfremur eftir samningi um fjölgun rýma þar sem fyrir liggur að þörf fyrir hjúkrunarrými mun aukast verulega á næstu árum.
   Ráðuneytið hefur nú samþykkt formlega að endurmeta samninginn með verðbótum og í samræmi við ný stærðarviðmið ráðuneytins en jafnframt hafnað erindi bæjarins um fjölgun rýma samkvæmt fyrrnefndri „leiguleið“. Áfram verður haldið með viðræður af fullum þunga um framtíðarnýtingu á Sólvangi í þágu öldrunarþjónustu þegar nýtt hjúkrunarheimili tekur til starfa. Sameiginlegir hagsmunir bæjarbúa og ríkisins leggja þá ábyrgð á hlutaðeigendur að tryggja rekstarlegt hæfi nýs hjúkrunarheimilis og skynsamlega nýtingu á eldri byggingu svo sómi sé að. Eins og ítrekað hefur komið fram eiga mörg hjúkrunarheimili í fjárhagslegum vanda og þvi mikilvægt að skoða forsendur rekstrar vel og nýta til fulls þá möguleika sem felast í fjölgun rýma með nýtingu á eldra húsi og annari stoðþjónustu fyrir þennan aldurshóp.”

  • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

   Lagt fram erindi Orkustofnunar dags. 12. janúar sl. þar sem óskað er eftir heimild til að fara í mælingar í Kaldárbotnum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

  • 1601638 – Samræmd lóðaafmörkun

   Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8. janúar 2016 varðandi vinnu við samræmda lóðaafmörkun fyrir mannvirki á vegum orkufyrirtækja.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1509207 – Miðbær, bílastæði

   Tekið fyrir að nýju erindi Miðbæjarsamtakanna frá 8. september sl. en bæjarráð fól umhverfis- og skipulagsþjónustu að gera tillögu að úrbótum.

   Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  • 1512269 – Sörli, snjómokstur

   Tekið fyrir að nýju erindi hestamannafélagsins Sörla varðandi snjómokstur.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.

  • 1511193 – Hugtakið vistvangur, staðarval, ósk um samstarf

   Tekið fyrir að nýju.
   Lögð fram tillaga að svæði og drög að samningi við Gróður fyrir fólk.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að svæði í Krýsuvík og felur umhverfisfulltrúa að ganga frá samningi með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Endanlegur samningur verði lagður fyrir á næsta fundi.

  • 16011142 – Jólatrjáahreinsun

   Jólatrjáahreinsun tekin til umræðu.

   Til umræðu.

  • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og vrndun

   Lagt fram erindi Kormáks Hermannssonar f.h. Iceland Expedition ehf sent í tölvupósti 18. janúar 2016 varðandi aðgerðir við og verndun hellisins Leiðarenda.

   Lagt fram.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfisfulltrúa að skoða erindið.

  Fundargerðir

Ábendingagátt