Umhverfis- og framkvæmdaráð

10. febrúar 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 252

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Bára Friðriksdóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri og Dagur Jónsson veitustjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri og Dagur Jónsson veitustjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1407048 – Þétting byggðar, faglegur starfshópur

      Fulltrúar starfshópsins kynntu skýrslu um þéttingu byggðar í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu í tengslum við skýrslu starfshóps um þéttingu byggðar.

      Til umræðu.

    • 16011360 – Frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna),til umsagnar

      Lögð fram umsögn við frumvarpið.
      Veitustjóri fór yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögnina og gerir að sinni.

    • 16011361 – Frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds),til umsagnar

      Lögð fram umsögn við frumvarpið.
      Veitustjóri fór yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögnina og gerir að sinni.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Tekið fyrir að nýju erindi Orkustofnunar frá 12. janúar sl. varðandi heimild til mælinga í Kaldárbotnum.
      Veitustjóri fór yfir málið.
      Bæjarlögmaður gerir ekki athugasemdir við erindið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögn vatnsveitustjóra og áréttar að umræddar vinnsluheimildir eru nú þegar í kæruferli hjá úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála.

    • 16011216 – Reykjanesskagi, málmar, leit og rannsókn, leyfi, beiðni um umsögn, Iceland Resources ehf.

      Lagt fram erindi Orkustofnunar dags. 22. janúar 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar um umsókn Iceland Resources ehf um leyfi til leitar og rannsóknar á málmum í Krísuvík. Umsagnarfrestur er til 12. febrúar nk.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindi til starfshóps um Krýsuvík. Jafnframt er óskað eftir lengri fresti til að skila umsögn.

    • 16011209 – Gallup,þjónusta sveitarfélaga 2015,könnun

      Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1408009 – Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

      Lagt fram svar Vegagerðarinnar dags. 29. janúar 2016 við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13. janúar sl.
      Einnig lagt fram yfirlit yfir framkvæmdakostnað Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu skipt eftir sveitarfélögum árin 2005 – 2015.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar bókun sína frá 13. janúar sl.
      Jafnframt vekur ráðið athygli á brýnni og uppsafnaðri þörf á samgöngubótum í gegnum Hafnarfjörð.

    • 1504034 – Malbiksyfirlagnir í Hafnarfirði 2015

      Lagt fram erindi Hlaðbæ Colas sent í tölvupósti 1. febrúar sl. þar sem óskað er eftir að samningur um yfirlagnir verði framlengdur um eitt ár.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að bjóða verkið út.

    • 1601083 – Dúfnakofar við Reykjanesbraut, bruni

      Tekið fyrir að nýju erindi Skraut- og bréfdúfnafélagsins frá 12. janúar sl.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að umrætt svæði er innan lóða álversins í Straumsvík.

    • 1508738 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2016

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða málið á milli funda.

    Fundargerðir

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð nr 248 og starfsáætlun stjórnar 2016.

      Lagt fram til kynningar.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir útskýringum og forsendum gjaldskrárhækkunar skv. 1. lið fundargerða stjórnar Strætó bs nr. 248.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lögð fram fyrsta fundargerð starfshópsins.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt