Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. febrúar 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 253

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Bára Friðriksdóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011209 – Gallup,þjónusta sveitarfélaga 2015, könnun

      Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðar mætti til fundarins og fór yfir könnunina.

      Til kynningar.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Ragnheiður Einarsdóttirfrá Strætó bs mætti til fundarins og fór yfir farþegatalningar 2015.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka til skoðunar framkomnar tillögur Strætó um breytingar á leiðakerfi innanbæjaraksturs og leggja fram tillögur til ráðsins.
      Ennfremur óskar ráðið eftir að Strætó taki til ýtarlegrar skoðunar að auka tíðni á leið 21 og endurskoða akstursleið.
      Ráðið samþykkir að Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur verði ráðgjafi við verkefnið.

    • 1602052 – Stoppistöðvar strætó, hönnunarreglur

      Lagðar fram til kynningar hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar strætó.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1508738 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2016

      Tekið fyrir að nýju tillaga um útboð á rafmagnskaupum fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsþjónustu að bjóða út rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ.

    • 1602224 – Umhverfis- og akipulagsþjónusta - útboð og verksamningar 2016

      Lögð fram beiðni um heimild til að bjóða út ýmsar framkvæmdir á vegum umhverfis- og skipulagsþjónustu 2016.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsþjónustu að bjóða út framkvæmdir samkvæmt framlögðum lista.

    • 1411063 – Sorpa, grenndargámakerfi

      Þann 5. febrúar sl. var hafin söfnun á gleri á grenndarstöðvum.
      Kynnt tillaga að fyrirkomulagi stöðvanna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 16011216 – Reykjanesskagi, málmar, leit og rannsókn, leyfi, beiðni um umsögn, Iceland Resources ehf.

      Tekið fyrir að nýju erindi Orkustofnunar dags. 22. janúar 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar um umsókn Iceland Resources ehf um leyfi til leitar og rannsóknar á málmum í Kríýsuvík.

      Lögð fram eftirfarandi umsögn starfshóps um Krýsuvík:
      „Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum og lagt fram niðurstöður sínar, og telur sig ekki geta ályktað efnislega um erindið.

      Ráða má af lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu að ekki er nauðsynlegt fyrir ríkið að afla samþykkis landeigenda fyrir útgáfu rannsóknarleyfis, enda sé um að ræða kortlagningu, skýrslugerð og sýnatöku sem ekki hafi teljandi rask í för með sér. Eðlilegt er að Hafnarfjarðarbær eigi fullan aðgang að rannsóknaniðurstöðum.

      Hafnarfjarðarbær er landeigandi og hefur skipulagsvald á hluta rannsóknarsvæðisins og þarf leyfishafi að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir öllum framkvæmdum sem að tengjast rannsókninni. Bent er á að mikill hluti landsins sem um ræðir er innan fólkvanga og innan svæðisins er fjöldi friðlýstra náttúruminja. Öll umferð og umgengni leyfishafa yrði að taka mið af því. Samkvæmt auðlindastefnu Hafnarfjarðar skal tryggja að bærinn njóti sanngjarns afraksturs af nýtingu auðlinda í eigu hans.“

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir framlagða umsögn.

    • 1408009 – Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

      Lagt fram minnisblað frá fundi með Vegagerðinni dags. 11. febrúar sl. varðandi framkvæmdir til að auka umferðaröryggi á gatnamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar að framkvæmdum við mislæg gatnamót verði flýtt sem kostur er.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur að öðru leyti undir sameiginlega niðurstöðu sem fram kemur í minnisblaðinu um að kostur 4 yrði valinn þ.e. umferðarljós með hliðaraðgerðum til að lækka umferðarhraða eins og mössuðum þverröndum á veginn, blikkljós/hraðaljós og athuga möguleika á að setja hraðamyndavél.

    • 1601342 – Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga

      Lagt fram svar Vegagerðarinnar dags. 16. febrúar sl. varðandi rekstrarkostnað umræddra stofnvega og ítrekun umhverfis- og skipulagsþjónutu um frekari upplýsingar.

      Lagt fram til kynningar.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir ítrekaða beiðni umhverfis- og skipulagsþjónsutu.

    • 1602295 – Stöðuskýrsla fyrir skólp 2014

      Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga dags. 26. janúar sl. varðandi stöðuskýrslu skólps árið 2014.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1602412 – Eignasjóður, eignabreyting

      Eignir Eignasjóðs teknar til umfjöllunar með tilliti til núverandi nýtingar og möguleikum á breyttri notkun til framtíðar. Fasteignir sem ekki eru í fullri nýtingu skoðaðar sérstaklega.

      Til umfjöllunar.

    Fundargerðir

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lagðar fram fundargerðir stýrihópsins nr. 1-4 og kynningar vegna færanlegs skóla og vegna skóla í Urriðaholti.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lagðar fram fundargerðir 235, 236 og 237 ásamt fylgiskjölum

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð nr.45

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt