Umhverfis- og framkvæmdaráð

9. mars 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 254

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofan greindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofan greindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1602412 – Eignasjóður, eignabreyting

      Tekið til umfjöllunar að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leggja fram heildstæðan lista yfir fasteignir á næsta fundi.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Lögð fram greinagerð um Leiðarenda.
      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi fór yfir málið.

      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að málinu.

    • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

      Umhverfis- og skipulagsþjónusta óskar eftir heimild til að bjóða út 2. áfanga stækkunar kirkjugarðsins í samvinnu við Kirkjugarðar Hafnarfjarðar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboðs verksins.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lagðar fram fundargerðir starfshóps nr.8 – 11.
      Einnig lögð fram kæra til kærunefndar útboðsmála dags. 25.2. sl. vegna hönnunarútboðs.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1603167 – Viðhald húsnæðis 2016

      Viðhaldsáætlun húsnæðis 2016 tekin til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fá minnisblað um helstu verkefni og forgangsröðun viðhalds á næsta fund.
      Jafnframt verður haldinn vinnufundur varðandi viðhaldsmál.

    • 1510009 – Gervigrasvellir

      Dekkjakurl á sparkvöllum tekið til umræðu. Lagt fram minnisblað frá íþróttafulltrúa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur til þessa að farið verði í að skipta út dekkjakurli á öllum sparkvöllum bæjarins.

    Fundargerðir

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó nr. 238.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 4.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lagðar fram fundargerðir 1 – 3 frá starfshópi vegna skóla í Skarðshlíð.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410632 – Bjarkavellir 3, leikskóli

      Lagðar fram verkfundargerðir 13 – 17 vegna framkvæmdarinnar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Lagðar fram undargerðir starfshópsins nr. 9 og 10.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt