Umhverfis- og framkvæmdaráð

30. mars 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 256

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Þórunn Sigurðardóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1603167 – Viðhald húsnæðis 2016

      Viðhaldsáætlun húsnæðis tekin til umfjöllunar að nýju.
      Farið yfir viðhaldsþörf stofnana bæjarins.

      Svanlaugur Sveinsson verkefnisstjóri mætti til fundarins vgna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir heimild til að nýta hluta af viðhaldsfé ársins til ráða 2 iðnaðarmenn tímabundið til að sinna brýnum viðhaldsverkefnum við fasteignir bæjarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar auk þess nauðsyn þess að auka fjármagn til viðhalds fasteigna þar sem mikil uppsöfnuð þörf er fyrir hendi og verðmæti liggja undir skemmdum.

    • 1603222 – Gatnakerfið, viðhald, endurnýjun, átak

      Tekið fyrir að nýju erindi SSH frá 8.3. sl. varðandi átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfis sem bæjarráð vísaði til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Farið yfir viðhaldsþörf gatna og fyrirliggjandi áætlanir.

      Halldór Ingólfsson verkefnastjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Afgreiðslu frestað.

Ábendingagátt