Umhverfis- og framkvæmdaráð

4. maí 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 259

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Bára Friðriksdóttir varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1603222 – Gatnakerfið, viðhald, endurnýjun, átak

      Lagt fram svar framkvæmdastjóra SSH sent í tölvupósti 28. apríl sl. við beiðni umhverfis- og framvkæmdaráðs um nánari upplýsingar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í verkefnið hvað varðar samvinnu og samstarf en tekur fram að allan kostnað þarf að samþykkja sérstaklega þar sem ekki liggur fyrir með nægjanlega skýrum hætti um hvaða verkefni er að ræða.

    • 1602412 – Eignasjóður, eignabreyting

      Eignir sem mætti setja í sölumeðferð teknar til umfjöllunar.

      Afgreiðslu frestað, sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Lögð fram lokaskýrsla um Leiðarkerfi Strætó í Hafnarfirði. Jafnframt greint frá fundi með Strætó bs.

      Lagt fram.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Óskað er eftir útboðsheimild til að klára framvkæmdir við gatnagerð vegna breytinga á skipulagi fyrir Skarðshlíð 1. áfanga. Lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð fyrir sitt leyti en óskar eftir heimild bæjarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun en miðað er við að kostnaður við hverfið verði greiddur af lóðasölu.

    • 1604124 – Krýsuvíkurvegur, tenging við Selhellu

      Lögð fram greinagerð Eflu hf dags. í mars 2016 varðandi tengingu Flugvalla og Krýsuvíkurvegar og drög að skýrslu Vegagerðarinnar um umferðaröryggismat.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1604520 – Samgönguáætlun 2015-2018, umsögn

      Lögð fram umsögn Hafnarfjarðarbæjar um fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1012217 – Reykjanesbraut tvöföldun frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi

      Í nýrri samgönguáætlun sem liggur fyrir Alþingi hefur framkvæmdum við gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar verið flýtt um eitt ár. Framkvæmdir munu því hefjast í byrjun næsta árs og verða lokið sama ár.

      Til kynningar.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að nýrri legu Ásvallabrautar við Ásland 3.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1506159 – Samstarf um merkingar hjólastíga fyrir höfuðborgarsvæðið

      Lögð fram skýrsla um merkingar hjólaleið á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögur um merkingar lykilleiða hjólreiða skv. fyrirliggjandi skýrslu en leggur áherslu á að strandleiðin í gegnum Garðabæ verði hluti af kerfinu.

    • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju beiðni um viðbótarhúsnæði að Flatahrauni 14 fyrir Brettafélagið sem bæjarráð vísaði til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við nýtingu viðbótarhúsnæðis á Flatahrauni 14 að því gefnu að ekki falli til viðbótarkostnaður.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins og fór yfir fyrirhuguð verkefni.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1604472 – Umhverfisvaktin 2016

      Umhverfisvaktin 2016 kynnt.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1510112 – Sorpa bs., rekstraráætlun 2016-2020

      Lagt fram minnisblað sem lagt var fyrir stjórn SORPU vegna aukins magns á endurvinnslustöðvunum og lækkandi sértekna og áhrifa sem það kann að hafa á áætlun ársins og kostnað sveitarfélaganna.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð umhverfisteymis nr 47.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fundargerðina.

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs nr.360.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs nr. 242.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt