Umhverfis- og framkvæmdaráð

18. maí 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 260

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1602412 – Eignasjóður, eignabreyting

      Eignir sem mætti setja í sölumeðferð teknar til umfjöllunar á ný.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að sölumeðferð verði hafin á eftirfarandi eignum:
      Straumur, listamiðstöð
      Hrauntunga 5
      Strandgata 4
      Flatahraun 14

      Jafnframt er óskað eftir að bæjarráð feli skipulags- og byggingarráði að taka til skoðunar lóðasamninga og skipulagsskilmála umræddra eigna.

      Fullt samráð verði haft við hagsmunaaðila sem hafa starfsemi í þessum eignum í dag og skoðað hvernig hægt er að hliðra til í öðrum eignum bæjarins eða henni fundin önnur staðsetning.

    • 1508738 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2016

      Lögð fram niðurstaða í útboði í rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ en Orkusalan var með lægsta tilboðið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda.

    • 1605054 – Samgönguvika 2016

      Berglind Guðmundsdóttir landslagarkitekt mætti til fundarins og fór yfir hugmyndir varðandi samgönguviku 16. – 22. september nk.

      Til umræðu.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins og fór yfir forgangsröðun verkefna á Víðistaðatúni.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í að setja grillhús á Víðistaðatúnið í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.

    • 0704123 – Kaldársel, deiliskipulag

      Lögð fram skipulagslýsing fyrir Kaldársel.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar eftirfarandi tillögur til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að senda skipulagslýsinguna í auglýsingu í samræmi við skipulagslög nr.123/2010.”

    • 1408009 – Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

      Gatnamót Rauðhellu við Reykjanesbraut tekin til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar fyrri óskir um úrbætur vegna mikillar slysahættu á gatnamótunum.

    • 1604030 – Aqua Angels, vatnsútflutningur

      Lögð fram samþykkt bæjarráðs frá 6. maí sl. þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera tillögu að skilyrðum og gjaldskrá vegna vatns til útflutnings.

      Lagt fram.

    • 1605098 – Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur(EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál til umsagnar

      Lagt fram erindi nefndasviðs Alþingis þar sem óskað er umsagna um ofangreint frumvarp.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugsemdir við fyrirliggjandi frumvarp.

    • 1605099 – Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál til umsagnar

      Lagt fram erindi nefndasviðs Alþingis þar sem óskað er umsagna um ofangreint frumvarp.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð nr. 27.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð nr. 243

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt