Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. ágúst 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 263

Mætt til fundar

 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

   Leiðarkerfi Strætó í Hafnarfirði tekið til umræðu að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir svörum frá Strætó bs og áframhaldandi samtali varðandi breytingar á leiðarkerfi í Hafnarfirði í samræmi við viðræður og fundi sem haldnir hafa verið með forsvarsmönnum Strætó varðandi málið og fyrirliggjandi skýrslu Viaplan frá maí 2016.

  • 1607112 – Strætó, forgangsakreinar

   Lagt fram minnisblað Strætó dags. 15. september 2015 um þörf á forgangsreinum.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1605545 – Reykjanesfólkvangur, framlag 2016

   Kynnt bókun bæjarráðs frá 14.7. sl. varðandi aukið rekstrraframlag en umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til bæjarráðs 29.6. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1607216 – Vellir, stofnræsi

   Dagur Jónsson veitustjór kynnti skoðun sem hefur verið gerð á uppbyggingu stofnræsa.

   Lagt fram.

  • 1407049 – Fegrunarnefnd

   Lagðar fram tilnefningar varðandi fegrunarviðurkenningar, Snyrtileikinn 2016.
   Viðurkenningar verða veittar á föstudaginn kemur 26. ágúst kl. 17:00 hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar í Höfðaskógi.

   Til upplýsinga.

  • 1605054 – Samgönguvika 2016

   Berglind Guðmundsdóttir kynnti stöðuna.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka að sér ráðstefnu félagsins Hjólafærni, Hjólað til framtíðar, í tengslum við samgönguviku árið 2017.

  • 1608464 – Skarðshlíð, gatnagerð og veitur

   Lögð fram niðurstaða útboðs á gatnagerð og veitum í Skarðshlið 1. áfanga

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægsbjóðanda Stálborg ehf.

  • 1608407 – Vellir vegtengingar, hagkvæmniúttekt

   Tekið til umræðu.

   Lagt fram til kynningar.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kostnaður við verkefnið verði tekinn af fjárveitingu vegna Ásbrautar.

  • 1511193 – Hugtakið vistvangur, staðarval, ósk um samstarf

   Skoðunarferð í Krýsuvík tekin til umfjöllunar. Ferðin hefst á Norðurhellu 2, 9. september kl. 15:00.

   Til upplýsinga.

  • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

   Farið yfir stöðuna á verkefninu.

   Til upplýsinga.

  Fundargerðir

Ábendingagátt