Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. september 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 264

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Ómar Ásbjörn Óskarsson aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, fyrri hluta, og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, fyrri hluta, og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

   Hönnuðir hússins mættu til fundarins og kynntu frumtillögur.

   Til upplýsinga.

  • 1608822 – Reykjanesbraut Lækjargata, hringtorg

   Kynnt vinna sem Vegagerðin hefur staðir fyrir varðandi úttekt á umferðarflæði í hringtorginu við Lækjargötu Reykjanesbraut.

   Reykjanesbrautin er þjóðvegur sem liggur í gegnum Hafnarfjörð og umferðarþungi á brautinni hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum eins og umferðarmælingar sína.
   Nú er svo komið að erfitt er fyrir íbúa Hafnarfjarðar að komast leiðar sinnar á álagstímum en hringtorgið við Hlíðartorg(N1) nær ekki að þjóna tilgangi sínum og tryggja eðlilegt flæði umferðar í allar áttir.
   Miðað við fyrirliggjandi greiningar er ljóst að nauðsynlegt er að að úrbætur á Reykjanesbraut fái forgang. Þær lausnir sem kynntar hafa verið með ljósastýringu á hringtorginu eru ekki viðunandi úrbætur fyrir íbúa Hafnarfjarðar.
   Umhverfis og framkvæmdaráð leggur þunga áherslu á að Vegagerðin leggi fram tillögur að varanlegri lausn vegna aukinnar umferðar á hringtorginu við Hlíðatorg(N1).

  • 1608517 – Villikettir, ósk um samstarfssamning

   Lagt fram erindi Villikatta sent í tölvupósti 14. ágúst 2016 varðandi samstarf um meðferð villikatta.
   Fulltrúar Villikatta mættu til fundarins og fóru yfir erindið.

   Lagt fram.

  • 1607307 – Félagið Villikettir, erindi vegna hvarfs á villiköttum í landi Hafnarfjarðarbæjar

   Staða máliðsins kynnt.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1605086 – Friðlýst svæði, fræðsluskilti

   Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við fræðsluskilti á friðlýstum svæðum.

   Til upplýsinga.

  • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

   Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu málsins og kynnti frumtillögur að grillhúsi.

   Til kynningar.

  • 1605054 – Samgönguvika 2016

   Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu málsins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að grænka bílastæði í miðbænum í tilefni samgönguvikunnar.

  • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

   Tekið til umræðu á ný.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til Umhverfisstofnunar að loka Leiðarenda tímabundið þar til fyrir liggur áætlun sem tryggir verndun hellisins og viðunandi þjónustu fyrir þann mikla fjölda gesta sem heimsækja þessa náttúruperlu árlega.

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   Kynnt staða á vinnu við gerð deiliskipulags.

   Til upplýsinga.

  • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

   Kynnt staða á vinnu við gerð deiliskipulags.

   Til upplýsinga.

  • 1608765 – Hraunavík, örplast,losun

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vísaði á fundi 31.8. 2016 eftirfarandi tillögu til umhverfis- og framkvæmdaráðs:
   “Samkvæmt frétt sem birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 29. ágúst kemur fram að engar hömlur virðast vera á losun örplasts frá Hraunavík. Matís hefur unnið skýrslu um málefnið í norrænu samstarfi við Sænsku umhverfisrannsóknarstofnunina (IVL) og Finnsku umhverfisstofnunina (SYKE) og Aalto-háskólann í Finnlandi.

   Óskað er eftir að fá úttekt á Hraunavík og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir losun örplast ásamt kostnaðaráætlun.”

   Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til veitustjóra að leggja fram tillögur að úrbótum og óskar eftir að málið fái forgang.

  • 1608808 – Sorpa bs, árshlutareikningur janúar-júní 2016

   Lagður fram árshlutreikningur janúar – júní 2016 fyrir Sorpu bs.

   Lagt fram til kynningar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt