Umhverfis- og framkvæmdaráð

30. nóvember 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 272

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1611118 – Vistvangur í landi Hafnarfjarðar, ósk um flutning hrossataði í vistvanginn

      Lagt fram erindi GFF dags. 7. nóvember 2016 um akstur á hrossataði í vistvang GFF í Krýsuvík.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni.

    • 0701265 – Fatlaðir, aðgengi

      Gerði grein fyrir vinnu við úttekt á aðgengismálum í grunnskólum en vinnan er langt komin.

      Til upplýsinga.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Lilja Karlsdóttir mætti til fundarins og fór yfir tillögur Strætó um leiðarkerfið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð stefnir að því að skipa í starfshóp vegna málsins á næsta fundi og felur svikðsstjóra að útbúa erindisbréf fyrir hópinn.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Tekið fyir að nýju og farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2017 sem lögð var fram í bæjarstjórn 9. nóvember sl.

      Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir með 3 atkvæðum að leggja til eftirfarandi breytingu á fjárfestingaáætlun 2017 og vísar henni til bæjarstjórnar:
      135 miljónir vegna endurnýjunar á gerfigrasi í Kaplakrika, þar af 70 miljónir árinu 2017.
      Félagslegar leiguíbúðir 200 milljónir fjárfesting, þar af lántaka 70 milljónir.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:
      “Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna mótmæla þeirri forgangsröðun sem sett er fram í breytingu á fjárfestingaráætlun, sem felst í því að fjármagna eigi félagslegar leigu íbúðir með lántöku í því skyni að setja 70 milljónir í endurnýun gerfigrass í Kaplakrika.”

    Fundargerðir

Ábendingagátt