Umhverfis- og framkvæmdaráð

8. febrúar 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 276

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1608407 – Vellir vegtengingar, hagkvæmniúttekt Ásvallabrautar

      Fulltrúar verkfræðistofunnar Mannvits mættu til fundarins og kynntu úttektina.

      Til kynningar.

    • 1701477 – Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar, vegamót við Krýsuvík, mislæg gatnamót, framkvæmdaleyfi, umsókn

      Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 19. janúar 2017 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg.
      Verkið er komið í útboð og áætluð verklok eru í nóvember 2017.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1701650 – Ljósleiðaravæðing Mílu í Hafnarfirði

      Ljósleiðaraverkefni Mílu í Hafnarfirði 2017 lagt fram til kynningar.
      Ishmael David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1611028 – Sorpflokkun, endurvinnsla, plast

      Sorpflokkun og endurvinnsla plasts tekin til umræðu.
      Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 6.2.2017.
      Ishmael David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Til upplýsinga.
      Stefnt því að því að leggja fram tillögur um lausn á næsta fundi.

    • 1701172 – Grendargámar í miðbænum

      Grendarstöð við Krosseyri tekin til umræðu.
      Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 6.2.2017.
      Ishmael David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Lagt fram.

    • 1509207 – Miðbær, bílastæði

      Bílastæðamál í miðbænum tekin til umfjöllunar.
      Lagðar fram reglur um bílastæðasjóð sem á fundi bæjarráðs 7.2.2017 var vísað til afgreiðslu í bæjarstjórnar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tillaga fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá bæjarstjórnarfundi 18. janúar s.l. varðandi endurskoðun á umhverfis- og suðlindastefnu bæjarins tekin fyrir að nýju sem og tillaga um markvissa vinnu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

      Til umræðu.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að stofna starfshóp um endurskoðun stefnunar. Erindisbréf verður lagt fram á næsta fundi og tilnefnt í hópinn. Í erindisbréfinu verða fyrirliggjandi verkefni nánar skilgreind.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Farið yfir öryggis- og eftirlitsmyndavélakerfi í landi Hafnarfjarðar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar mikilvægi þess að öryggismyndavélar við grunn- og leikskóla séu uppfærðar reglulega.
      Ennfremur felur ráðið umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka til skoðunar hvort ástæða sé til að fjölga öryggismyndavélum í landi Hafnarfjarðar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt