Umhverfis- og framkvæmdaráð

22. febrúar 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 277

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Matthías Freyr Matthíasson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1702245 – Gróður fyrir fólk, uppgræðsla í Krýsuvík 2017, áform

   Björn Guðbrandur hjá GFF mætti til fundarins og kynnti fyrirhuguð verkefni 2017 í Krýsuvík.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða málið með tilliti til verkefnanna á milli funda.

  • 1701172 – Grendargámar í miðbænum

   Framhald umræðu um aðra gáma en grendargáma í miðbænum.
   Ishmael R. David mætti til fundarsins vegna þessa máls.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að fara fram á að sorpgámar sem staðsettir eru utan einstakra lóða í miðbænum verði fjarlægðir.

  • 1310277 – Hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla, rafhleðslustöðvar

   Staðsetningar rafhleðslustöðva teknar fyrir að nýju.
   Ishmael R. David mætti til fundarsins vegna þessa máls.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir staðsetningar tveggja hleðslustöðva í samræmi við framlagðar tillögur.

  • 1611028 – Sorpflokkun, endurvinnsla, plast

   Framhald umræðu um sorpflokkun og endurvinnslu plasts.
   Ishmael R. David mætti til fundarsins vegna þessa máls.

   Til umræðu.

  • 1701478 – Frísbígólfklúbbur Hafnarfjarðar, Víðistaðatún

   Lagt fram erindi formans Frisbígolfklúbbs Hafnarfjarðar dags. 24. janúar sl um stækkun og endurskoðun vallarins á Víðistaðartúni.
   Erindinu var vísað til sviðsins frá íþrótta- og tómstundarnefnd 1. febrúar s.l..

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhvefis- og skipulagsþjónustu að afla frekari upplýsinga um málið.

  • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

   Tillaga fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá bæjarstjórnarfundi 18. janúar s.l. varðandi endurskoðun á umhverfis- og suðlindastefnu bæjarins tekin fyrir að nýju sem og tillaga um markvissa vinnu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
   Tilnefningar í starfshóp.

   Eftirfarandi tilnefningar komu fram.
   Kristinn Andersen
   Helga Björg Arnardóttir formaður
   Davíð Arnar Stefánsson

  • 1608420 – Suðurbæjarlaug, strandblakvellir

   Lagt fram erindi áhugafólks um strandblakvelli frá 19.8. 2016 varðandi gerð vallar við Suðurbæjarlaug.
   Lögð fram afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs frá 18.10.2016 og íþrótta- og tómstundarnefndar frá 2.9. 2016.

   Lagt fram.

  • 1411212 – Borgarlína strætó

   Kynnt staða málsins.

   Til upplýsinga.

  • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

   Lagðar fram fundargerðir starfshópsins nr. 23 og 24.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

   Kynnt staða verkefnisins.
   Lögð fram fundargerð starfshópsins nr. 16.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1608822 – Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg

   Staða umferðarmála á Reykjanesbraut tekin til umfjöllunar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar fyrri bókanir um mikilvægi þess að farið verði í varanlegar úrbætur á Reykjanesbraut vegna aukinnar umferðar eins og mælingar sýna. Ennfremur óskar ráðið eftir að Vegagerðin skoði að draga úr hraða á brautinni í gegnum Hafnarfjörð meðan annara úrbóta er beðið til að auka öryggi vegfarenda.

  Fundargerðir

  • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

   Lögð fram fundargerð nr. 259

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt