Umhverfis- og framkvæmdaráð

26. apríl 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 281

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Matthías Freyr Matthíasson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1608517 – Villikettir, ósk um samstarfssamning

      Tekið fyrir að nýju. Lagt fram svar félagsins Villikatta dags. 18.4.2017.
      Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu mætti til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með 3 atkvæðum gegn 2 að fela umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga frá tilraunasamningi til 1 árs við félagið Villiketti.

      Matthías Freyr Matthíasson og Friðþjófur Helgi Karlsson greiða atkvæði gegn samningstilrauninni með hliðsjón af áliti lögmanns stjórnsýslu um að samningur væri ekki í samræmi við lög.

      Helga Ingólfsdóttir, Kristinn Andersen, Birna Ólafsdóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir árétta að sú aðferð sem félagið Villikettir nota við dýravernd er ekki skilgreind í lögum um velferð dýra og valkosturinn skv. lögunum er að lóga dýrunum.

    • 1704182 – Hjólastöðvar í Hafnarfirði

      Tekin til umræðu nýgerður samningur Reykjavíkurborgar við WOW um rekstur hjólaleiga.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka upp viðræður við Reykjavíkurborg og Wow um hugsanlega aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að verkefninu.

    • 1704032 – Ósk um bættar almenningssamgöngur í Hellnahrauni.

      Lagt fram erindi Ökuskóla3 ehf dags. 20. febrúar 2017 um bættar almenningssamgöngur í Hellanhrauni.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar málinu til úrvinnslu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018.

    • 1702140 – Sumarvinna, vinnuskóli 2017

      Björn B.Hilmarsson forstöðumaður ÞMH, Ingibjörg Sigurðardóttir garðyrkjustjóri og Bára Þorgeirsdóttir forstöðumaður vinnuskólans mættu til fundarins og kynntu stöðu mála.

      Til upplýsinga.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Framhald umræðu. Gerð grein fyrir fundi með aðilum frá Hellarannsóknarfélaginu.

      Til upplýsinga.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Framhald umræðu um framkvæmdir á Víðistaðatúni 2017.
      Grillhúsið er komið á staðinn og var vígt á Sumardaginn fyrsta.
      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi og Ingibjörg Sigurðardóttir garðyrkjustjóri mættu á fundinn.

      Til umræðu.

    • 1703439 – Vorhreinsun 2017

      Fyrirkomulag hreinsunardaga kynnt.

      Til upplýsingar.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1704355 – Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, 333. mál, beiðni um umsögn

      Lagt fram erindi nefndasviðs Alþingis sent í tölvupósti 11. apríl s.l. þar sem óskað er eftir umsögnum um ofangreint mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí n.k.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að taka saman drög að umsögn.

    • 1704388 – Umhverfis- og veitustjóri, ráðning

      Kynnt breyting á starfi sem áður var skilgreint sem veitustjóri en verður umhverfis- og veitustjóri.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt