Umhverfis- og framkvæmdaráð

17. maí 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 283

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Gerð fjárhagsáætlunar ársins 2018 tekin til umfjöllunar.

      Til umræðu.

    • 1611028 – Sorpflokkun, endurvinnsla, plast

      Lögð fram greinargerð tæknimanna aðildarsveitarfélaga Sorpu dags. í maí 2017 um söfnun plasts. Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Lagt fram.

    • 1604401 – Framkvæmdir, Gagnaveitu Reykjavíkur hf, ljósleiðaravæðing

      Kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir Gagnaveitu Reykjavíkur á Hraununum.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins og fór yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ný frankvæmdaleyfi vegna ljósleiðara verði ekki gefin út nema framkvæmdaaðilar samnýti lagnaleiðir.
      Ennfremur óskar ráðið eftir kostnaðarmati á endurnýjun yfirborðsfrágangs samhliða útgefnum framkvæmdaleyfum. Jafnframt vill ráðið árétta að mikill kostnaður fylgir eftirliti við þessar framkvæmdir og því mikilvægt að lágmarka kostnað sveitarfélagsins við slíkar framkvæmdir.

    • 1310277 – Hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla, rafhleðslustöðvar

      Staðsetning hleðslusstöðva tekin fyrir að nýju. Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir staðsetningu í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Framhald umræðu um leiðarkerfi Strætó í Hafnarfirði.
      Lagt fram minnisblað fundar með framkvæmdastjóra Strætó bs og fulltrúa Hafnarfjarðarblæjar í stjórn dags. 3. maí 2017.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar um fyrirhugaðar framkvæmdir.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1701478 – Frísbígólfklúbbur Hafnarfjarðar, Víðistaðatún

      Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar um breytingar á frísbígolfvellinum á Víðistaðatúni.

      Afgreiðslu frestað.

    Fundargerðir

Ábendingagátt