Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. maí 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 284

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1604401 – Framkvæmdir, Gagnaveitu Reykjavíkur hf, ljósleiðaravæðing

   Tekið fyir að nýju. Gerð grein fyrir viðræðum við Gagnaveituna.
   Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins og fór yfir málið.

   Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara á hraunum að því gefnu að framkvæmdaaðilar samnýti lagnaleiðir eins og kostur er til að fyrirbyggja óþarfa rask og umsýslu vegna þess á svæðinu.
   Jafnframt áréttar ráðið að breytt skipulag svæðisins er í vinnslu og allur kostnaður vegna breytinga á lögnum þar að lútandi sem gæti fallið til mun verða á ábyrgð framkvæmdaaðila.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að endurskoða verklag við veituframkvæmdir til að tryggja samþættingu og lágmarka rask og kostnað. Ennfremur að yfirfara gjaldtöku vegna eftirlits með slíkum framkvæmdum.
   Jafnframt leggur ráðið til að viljayfirlýsing frá 2015 varðandi ljósleiðaravæðingu verði yfirfarinn með tilliti til kostnaðar vegna skipulagsbreytinga til að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins.

  • 1703436 – Hellnahraun 2 og 3 , Krýsuvíkurvegur, hringtorg

   Tekið fyrir tilboð í framkvæmdina.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum með Vegagerðinni við Grjót og gröfu hf á grundvelli tilboðs þeirra.

Ábendingagátt