Umhverfis- og framkvæmdaráð

31. maí 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 285

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Lára Janusdóttir varamaður
  • Matthías Freyr Matthíasson varamaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Jón Grétar Þórsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1705402 – ÍBH, tillaga um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 50. þingi

      Lögð fram tillaga ÍBH um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1704173 – Golfklúbburinn Keilir, framkvæmdir, viðræður

      Tekið fyrir á ný erindi Golfklúbbsins Keilis dags. 9. apríl 2017 þar sem óskað er eftir viðræðum um breytingar á Hvaleyrarvelli, 2. og 3. áfanga.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn menningar- og ferðamálanefndar með hliðsjón af menningarminjum á svæðinu.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Tekin fyrir á ný umsögn deiliskipulagshöfundar um fyrirhugaðar framkvæmdir og framhald umræðu um framkvæmdirnar.

      Umverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs varðandi staðsetningu hundagerðis á reit A skv. skissu deiliskipulagshönnuðar.

    • 1606222 – Brettafélagið, húsnæðismál og framtíðarsýn

      Húsnæðismál Brettafélagsins tekin til umfjöllunar.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
      “Við teljum afar brýnt að fundin verði gott varanlegt húsnæði fyrir brettafélagið með góðri aðstöðu innan hús og einnig möguleika á starfi utanhúss og tryggt fjármagn, þar sem svona starf er ómetanlegt.

      Þar að auki teljum við mikilvægt að skoða þetta í samhengi við að í Hafnarfirði rísi Samfélagshús þar sem ungmenni, aldraðir og aðrir geta lagt stund á hugðarefni sín.

      Æskulýðs- og tómstundastarf fyrir alla skilar sér margfalt til samfélagsins.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu eftir húsnæði fyrir Brettafélagið fyrir sitt leyti.

    • 1705253 – Lækjargata, endurgerð götu og lagnir

      Kynnt framkvæmd við endurgerð götu og lagna. Jafnframt er óskað eftir útboðsheimild.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð á endurgerð Lækjargötu og lögnum skv. framlögðum gögnum.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Lagðar fram fundargerðir verkfunda 1-9. Lögð fram fundargerð starfshópsins nr. 17.
      Farið yfir erindi Hauka vegna breytinga á eignarhluta í íþrótta- og kennsluhúsnæðinu, erindinu var vísað til ráðsins á fundi bæjarráðs 6. apríl sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Tekin til umræðu gönguleið yfir á Norðurbakka.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati á breyttri gönguleið yfir á Norðurbakka og jafnframt umsögn skipulags- og byggingarráðs.

    • 1411212 – Borgarlína

      Lögð fram kynning verfræðistofanna VSÓ og Mannvits á vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi og næstu skref er varða verkefnið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Framhald umræðu um aðgerðaráætlun.

      Til umræðu.

    • 1702141 – Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2017

      Kynntar lokanir gatna 17. júní.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir lokanir gatna á 17. júní í samræmi við framlagða beiðni.

    Fundargerðir

Ábendingagátt