Umhverfis- og framkvæmdaráð

28. júní 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 287

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1704173 – Golfklúbburinn Keilir, framkvæmdir, viðræður

      Framkvæmdastjóri og formaður Keilis mættu til fundarins og kynntu erindið. Einnig mætti Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar.
      Lögð fram umsögn ferða- og menningarmálanefndar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindi Golfklúbbsins Keilis til fjárhagsáætlunar 2018.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun menningar- og ferðamálanefndar og leggur jafnframt áherslu á að þær stríðsminjar sem eru á svæðinu sé lagfærðar, þeim viðhaldið og verndaðar samhliða þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Jafnframt að aðgengi almennings að þeim sé tryggt.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lögð fram niðurstaða alútboðs vegna skóla í Skarðshlíð

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulgsþjónustu að leita eftir samningum við Eykt ehf.

    • 1706245 – Reykjanesbraut,lækkaður hámarkshraði, Hvassahraun að Kaldárselsvegi,umsögn

      Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags.12. júní sl. þar sem óskað er eftir umsögn varðandi það að lækka hámarkshraða á Reykjanesbrautinni frá Hvassahrauni að Kaldárselsvegi út 90km/klst í 80km/klst.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir tillögu Vegagerðarinnar og óskar jafnframt eftir að settar verði upp hraðamyndavélar til að framfylgja hraðatakmörkunum.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Framhald umræðu. Farið yfir stöðu málsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga til samninga við ráðgjafa vegna uppbyggingar við hellinn.

    • 1706087 – Kjóadalur,hvíldarhólf

      Lagt fram erindi Ferðasögu ehf sent í töluvpósti 8.6.2017 varðandi aðstöðu í Kjóadal.

      Lagt fram.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Tekið fyrir að nýju.
      Farið yfir kostnaðaráætlun fyrir hundagerði frá 2015.

      Til umfjöllunar.

    • 1609200 – Villikettir, erindi

      Tekið fyrir að nýju.
      Lögð fram drög að samningi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Tekið fyrir að nýju.
      Farið yfir kostnað varðandi gerð nýrrar gangbrautar.

      Til umfjöllunar.

    • 1706354 – Plaslaus september, kynningarbréf

      Lagt fram erindi Plastlaus september dags 23. júní 2017 varðandi samnefnt árveknisátak og beiðni um fjárstuðning.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að styrkja verkefnið.

    • 1706368 – Götugögn, uppsögn samnings

      Lagt fram erindi AFA JCDecaux Ísland ehf dags. 23. júní 2017 varðandi uppsögn á samning um biðskýli.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ræða við fyrirtækið um biðskýlin.

    • 1611028 – Sorpflokkun, endurvinnsla, plast

      Staða málsins kynnt.

      Til upplýsinga.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Lögð fram 18. fundargerð starfshópsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar eftirfarandi bókun starfshópsins til bæjarráðs:

      “Starfshópur um uppbyggingu að Ásvöllum gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við breytt fyrirkomulag á eignarhaldi enda ákvörðun þar að lútandi á höndum bæjarstjórnar en leggur áherslu á að verði beiðni félagsins samþykkt muni Hafnarfjarðarbær greiða samkvæmt gildandi samkomulagi fyrir þá verkþætti sem lokið hefur verið við að hálfu félagsins en síðan muni Hafnarfjarðarbær taka yfir þá verkþætti sem ekki hefur verið lokið við en fyrir liggur samkomulag milli aðila um þá efnis- og verkþætti sem Haukar tóku að sér sem sitt 10% framlag til verksins.

      Fulltrúar Hauka leggja áherslu á að ef ákvörðunin verði samþykkt, það er að breyta eignarhaldi vegna æfingarhússins, að Hafnarfjarðarbær reyni að ljúka uppgjöri við Hauka á þessu ári vegna hönnunar og loftræstisamstæða.”

    Fundargerðir

Ábendingagátt