Umhverfis- og framkvæmdaráð

23. ágúst 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 288

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1407049 – Fegrunarnefnd

   Lögð fram tillaga að tilnefningum varðandi Snyrtileikann 2017. Móttaka verður haldinn 31. ágúst kl. 17 í Þöll, Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.

   Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir tilnefningarnar.

   Lagt fram til kynningar.

  • 0706256 – Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum

   Hönnun framkvæmda á svæðinu tekin fyrir að nýju.

   Til kynningar.

  • 1705253 – Lækjargata - endurgerð götu og lagnir

   Lögð fram niðurstaða útboðs. Aðeins bárust 2 tilboð.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við verktakann Grafa og grjót.

  • 1706087 – Kjóadalur, hvíldarhólf, beitarhólf

   Tekið fyrir að nýju erindi Ferðasögu ehf sent í töluvpósti 8.6.2017 varðandi aðstöðu í Kjóadal.
   Lagt fram minnisblað Ishmael R. David verkefnisstjóra á umhverfis- og skipulagsþjónustu, dags. 216.2017, sem mætti til fundarins vegna þessa máls.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskoða alla samninga um beitarhólf í landi Hafnarfjarðar með tilliti til gjaldtöku fyrir landnotkun, áburðardreifingu og viðhaldi girðinga.
   Ennfremur að skipulagsþátturinn verði skoðaður.

  • 1704507 – Jarðvegsframkvæmdir vegna lagningu ljósleiðara

   Lagt fram erindi frá Mílu dags. 7.júlí sl. vegna jarðvegsframkvæmda við lagningu ljósleiðara í Hafnarfirði. Erindinu var vísað til ráðsins úr bæjarráði.
   Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

   Lagt fram.

  • 1708374 – Óla Run tún, framkvæmdir og skipulag

   Íbúar við Brekku- og Lindarhvamm óska með bréfi dags. 14. ágúst 2017 eftir að ráðist verði í framkvæmdir við Óla Run tún í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var þann 1. maí 2014.

   Lagt fram til kynningar en erindið er einnig til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði.

  • 1708246 – Kaldárselsvegur, rallakstur Rally í Reykjavík 2017

   Lagt fram erindi Rally Reykjavík sent í tölupósti 10. ágúst sl. varðand heimild fyrir rally akstri á gamla Kaldárselsvegi og um Seldal 25. ágúst nk.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið með þeim skilyrðum að gengið verði frá svæðinu á eftir og sérstaklega verði hugað að öryggismálum og upplýsingagjöf til hlutaðeigenda.

  • 1706368 – Götugögn, uppsögn samnings

   Kynnt staðan á viðræðum við fyrirtækið.

   Til upplýsinga.

  • 1703437 – Viðhald húsnæðis og lóða 2017

   Staða verkefna kynnt.

   Til kynningar og umfjöllunar.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

   Tekið til umræðu.
   Farið yfir tímaramma og helstu forsendur.

   Til upplýsinga og umfjöllunar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt