Umhverfis- og framkvæmdaráð

4. október 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 292

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jón Grétar Þórsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1611118 – Vistvangur í landi Hafnarfjarðar, ósk um flutning hrossataði í vistvanginn

   Fulltrúi GFF mætti til fundarins og kynnti framgang verkefnisins.

   Til upplýsinga.

  • 1709606 – Veraldarvinir í Krýsuvík

   Lagt fram erindi Veraldarvina sent í tölvupósti 13.9. 2017 varðandi sjálfboðavinnu fyrir Hafnarfjarðarbæ.

   Lagt fram.

  • 1709519 – Sörli, reiðstígar

   Tekið fyrir að nýju minnisblað stjórnar Hestamannafélagsins Sörla sent í tölvupósti 12. september s.l. varðandi framkvæmdir við reiðstíga.
   Gerð grein fyrir áætluðum kostnaði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu í vinnu við fjárhagsáætlun 2018.

  • 1607216 – Vellir, stofnræsi

   Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsþjónustu um tvo valkosti vegna stofnræsis á Völlum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdir við stofnræsi við Grísanes og leggur áherslu á að Grísanesræsið er á viðkvæmu svæði og þarf að vanda hönnun, framkvæmd og eftirlit með framkvæmd.

  • 1411212 – Borgarlína

   Lögð fram lokadrög skýrslu varðandi legu Borgarlínunnar.
   Hrafnkell Proppé frá SSH mætti til fundarins og fór yfir málið.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1709748 – Skarðshlíð 2. áfangi, gatnagerð og veitur

   Lögð fram tilboð í gatnagerði í 2. áfanga Skarðshlíðar

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við lægstbjóðanda Urð og grjót ehf.

  • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

   Kynnt drög að umhverfis- og auðlindastefnu.

   Til kynningar.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

   Fjárhagsáætlun 2018 tekin til frekari umfjöllunar.

   Boðaður verður aukafundur vegna fjárhagsáætlunar næsta miðvikudag.

  Fundargerðir

  • 1701343 – Sorpa bs, fundargerðir 2017.

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 6.9. s.l.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1708176 – Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir

   Gerð grein fyrir stöðu málsins en byggingarleyfi fyrir skólann var samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 27. september s.l.
   Lagðar fram fundargerðir stöðufunda með verktaka nr. 1 og 2.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

   Lagðar fram verkfundargerðir nr.7-9

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt