Umhverfis- og framkvæmdaráð

1. nóvember 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 296

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Valgerður B. Fjölnisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Kynnt staða verkefnisins.
      Árni B. Stefánsson mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að leggja fram drög að samningi um ráðgjöf vegna hellisins á næsta fundi og jafnframt leita eftir samráði við forsætisráðineytið vegna málsins þar sem hellirinn er innan þjóðlendu.

    • 1710418 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2018

      Ferðamálstofa hefur auglýst til umsókna styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingu ferðamannastaða.
      Hafnarfjarðarbær hefur sótt um styrki vegna Seltúns, Krýsuvíkurbjargs, Kaldársels og Vitans.

      Til upplýsinga.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Lagt fram erindisbréf starfshópsins sem skipaður var 20.9. s.l.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir framlagt erindibréf starfshópsins.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Kynnt staða verkefnisins.
      Lögð fram lokadrög að skýrslu starfshóðsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að senda drögin til umsagnar í bæjarráð, fjölskylduráð, fræðsluráð, skipulags- og byggingarráð og hafnarstjórn.

    • 1104099 – Beitarhólf í landi Hafnarfjarðar

      Samningar um beitarhólf í landi Hafnarfjarðar teknir til umfjöllunar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að segja upp samningi um beitarhólf í Kjóadal og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leggja fram tillögu um framtíðarfyrirkomulag varðandi nýtingu beitarhólfa.

      Jafnframt verði samningur við Fjáreigandafélagið um beitarhólf við Krýsuvíkurbjarg endurskoðaður.

    • 1710538 – Sörli, vegvísar á reiðstíga

      Lagt fram erindi reiðveganefndar Sörla dags. 25.10. 2017 varðandi uppsetningu vegvísa á reiðleiðum á svæði félagsins og í upplandi Hafnarfjarðar.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Teknar fyrir að nýju breytingar á leið 21 sem verða um næstu áramót.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að Strætó bs kynni fyrirhugaðar breytingar á leið 21.

    Fundargerðir

Ábendingagátt