Umhverfis- og framkvæmdaráð

15. nóvember 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 297

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1708176 – Skóli í Skarðshlíð, framkvæmdir

      Kynnt staða framkvæmda.
      Eftirlit með framkvæmdinni er í útboði og verða tilboð opnuð 5. desember n.k.

      Til upplýsinga.

    • 1710410 – Vellir, gang- og hjólastígar

      Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Hafnarfjarðar dags. 17.10. 2017 varðandi gang- og hjólastíga á Völlunum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna en bendir á að vinna við gang- og hjólastíga á þessu svæði er í gangi.

    • 1711151 – Sörli, beiðni um beitarland

      Lagt fram erindi Sörla dags. 10. nóvembr 2017 um beitarland.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu í yfirstandandi vinnu varðandi beitarhólf í upplandi bæjarins.

    • 1708718 – Hjólum til framtíðar 2017

      Kynnt niðurstaða ráðstefnunar sem haldin var í september s.l.
      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Til upplýsinga.

    • 0708125 – Hellnahraun III, gatnagerð

      Lagðar fram niðurstöður útboðs í gatnagerð á fyrri hluta svæðisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Fagverk ehf.

    • 1709606 – Veraldarvinir í Krýsuvík

      Tekið fyrir að nýju erindi Veraldarvina sent í tölvupósti 13.9. 2017 varðandi sjálfboðavinnu fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fá talsmann verkefnisins á fund ráðsins.

    • 1711110 – Kaplakriki, uppbygging 2018

      Uppbygging í Kaplakrika tekin til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar.

    • 1711194 – Samfylking fyrirspurn í umhverfis- og framkvæmdaráði 15.11.2017

      Fulltrúar Samfylkingar óska eftir upplýsingum í tengslum við auðlindastefnu:

      1: Hvaða stofnanir eru með sturtuaðstoðu fyrir starfsfólk
      2: Mat á kostnaði við að lágmarka leka kaldavatns í lagnakerfið bæjarins og gera grein fyrir ástandi lagnakerfisins.

    Fundargerðir

Ábendingagátt