Umhverfis- og framkvæmdaráð

29. nóvember 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 298

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Matthías Freyr Matthíasson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1709606 – Veraldarvinir í Krýsuvík

   Tekið fyrir að nýju erindi Veraldarvina sent í tölvupósti 13.9. 2017 varðandi sjálfboðavinnu fyrir Hafnarfjarðarbæ.
   Ishmael David verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins vegna þessa máls.

   Kristján Hreinsson og Þórarinn Ívarsson frá Veraldavinum mættu til fundarins og kynntu starfsemi félagsins.

   Til kynningar.

  • 1711319 – Vistvangur, uppgræðsla í Krýsuvík 2018, áform

   Lagt fram bréf GFF dags. 21. nóv 2017 varðandi áframhaldandi samstarf við Hafnarfjarðarbæ sem og áætlanir fyrir 2018 um uppgræðslu í vistvangnum.
   Ishmael David verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins vegna þessa máls.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir áframhaldandi samstarf við GFF árið 2018.

  • 1710538 – Sörli, vegvísar á reiðstíga

   Tekið fyrir að nýju erindi reiðveganefndar Sörla dags. 25.10. 2017 varðandi uppsetningu vegvísa á reiðleiðum á svæði félagsins og í upplandi Hafnarfjarðar.
   Lagt fram minnisblað varðandi málið.
   Ishmael David verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagsþjónust mætti til fundarins vegna þessa máls.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu vegvísa á reiðleiðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

  • 1104099 – Beitarhólf í landi Hafnarfjarðar

   Lagt fram bréf frá Íshestum dags. 27. nóvember 2017 varðandi beitarhólf.
   Ishmael David verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins vegna þessa máls.

   Lagt fram.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

   Lögð fram tillaga Samfylkingar og Vinstri grænna um breytingar við fjárhagsáætlun 2018 sem lögð var fram í bæjarráði.
   Bæjarráð samþykkti 16.11. s.l.að vísa breytingartillögu 7 til umhverfis-og framkvæmdaráðs.
   Lagt fram svar við fyrirspurn vegna kostnaðar við gatnaframkvæmdir á nýbyggingarsvæðum frá árinu 2014.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framlögð áætlun fari í vinnuferli og stefnt verði að því að koma ákveðnum þáttum stefnunnar í framkvæmd á árinu 2018. En bendir jafnframt á að umhverfis- og auðlindastefnan er í umsagnarferli.

  • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

   Lokadrög að skýrslu starfshópsins tekin fyrir að nýju.
   Lögð fram umsögn hafnarstjórnar frá 22.11.2017.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

Ábendingagátt