Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. febrúar 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 303

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Lára Janusdóttir varamaður
  • Jón Grétar Þórsson varamaður
  • Guðmundur Ragnar Björnsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1801393 – Sorpa, húsasorpsrannsókn 2017

      Bjarni Hjarðar frá Sorpu mætti til fundarins og kynnti húsasorprannsóknina 2017.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða hvort þörf er á aukinni losunartíðni blátunnu.

    • 1710052 – Kaldárselsvegur, gatnagerð

      Andri Árnasson hrl. mætti til fundarins og fór yfir stöðuna gagnvart Vegagerðinni vegna skilavega (yfirfærslu vega til sveitarfélaga).

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að útbúa kröfugerð til Vegagerðarinnar í samræmi við lög um skilavegi þar sem kveðið er á um að leita skuli samninga við sveitarfélög áður en til yfirtöku kemur.

    • 1608822 – Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg

      Tekið fyrir að nýju og lagðar fram tillögur að umferðaröryggisaðgerðum.

      Umhverfis- og framkæmdaráð samþykkir með 3 atkvæðum að sett verði upp ljósastýring á gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu.
      Samhliða verði farið að ítrustu tillögum Vegagerðarinnar og skýrslu Verkís um umferðaröryggi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur einnig umhverfis- og skipulagsþjónustu að kostnaðarmeta þátt sveitarfélagsins í þessum aðgerðum.

      Jafnframt vísar ráðið málinu til kynningar í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá og óska bókað:
      “Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að farið sé í ítarlega aðgerðaráætlun til að tryggja umferðaröryggi á gatnamótunum, m.a með mikilli hraðalækkun, með því að skoða möguleika á að girða svo ekki sé möguleiki fyrir gangandi umferð að þvera veginn, sýnilegum hraðamyndavélar osfrv. Það er hinsvegar ljóst að hér er um bráðabirgða aðgerð að ræða og leggjum við áhersla að farið verið strax í að finna framtíðarlausn.”

    • 0909101 – Krýsuvík, samningur vegna beitarhólfs og réttar

      Lögð fram drög af samingi milli Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar og Fjáreigendafélags Hafnarfjarðar um beitarhólfið í Krýsuvík.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi til 1 árs.

    • 1801585 – Krýsuvík, uppgræðsla 2018

      Lögð fram greinagerði Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu í Krýsuvík 2017 og erindi dags. 26. janúar s.l.um styrk þess efnis árið 2018.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindi um styrk til uppgræðslu að upphæð kr. 1.050.000 kr. Gert er ráð fyrir þessum styrk í fjárhagsáætlun ársins.

    • 1801631 – Umhverfisfræðsla í Hafnarfirði

      Umhverfisfræðsla tekin til umræðum.

      Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að gróðursetning í Krýsuvík verði hluti af náttúrufræðslu í samræmi við grein 5,1 í aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindastefnu.
      Yfirumsjón með verkefninu verður á höndum umhverfissstjóra en verkefnið verður að öðru leyti unnið í samvinnu umhverfis- og framkvæmdaráðs og fræðsluráðs
      Nú þegar eru tveir grunnskólar í Hafnarfirði þáttakendur í verkefninu. Stefna ber að því að verkefnið verði kynnt fyrir öllum grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Jafnframt vísar ráðið málinu til fræðsluráðs.

      Greinargerð:
      Byrjað var á Vistvangi vorið 2016. Flensborgarar hafa komið þar vor og haust síðan þá og plantað í landið og grætt upp. Síðasta vor komu nemendur 4.bekkjar Setbergs- og Víðistaðaskóla í sömu erindagjörðum og svo aftur um haustið sem 5.bekkingar til að gera úttekt á árangri.
      Í vor verða þessir tveir skólar með áfram og við bætum við tveimur skólum úr Hafnarfirði, Hvaleyrarskóla og Öldutúnsskóla, sömu forsendur og lýst er að ofan. Ætlunin er að allir grunnskólar í Hafnarfirði verði þátttakendur, græði upp land á Vistvangi og öðlist þar fræðslu og upplifanir.
      Þegar samstarf við skólana er orðið það gamalt að 9.bekkur á reit að baki á Vistvangi frá því að nemendur voru í 4.bekk, þá er farið með 9.bekkinn að hausti á Vistvang í stað 5.bekkjar. Þá eru trjáplöntur orðnar “stálpaðar” og hægt að ætlast til ögn meira af nemendum en sem 5.bekkingum.
      Það er sannarlega von GFF að þessir leiðangrar nemenda verði til þess að vekja áuga nemenda fyrir umhverfinu og náttúrunni og að vinna megi úr gögnum ferðanna í skólastofunni. Það er að sjálfsögðu undir kennurum komið.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Teknar fyrir að nýju hugmyndir um hundagerði á Víðistaðartúni.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar beiðni um umsögn skipulags- og byggingarráðs á tillögu um staðsetningu hundagerðis á Víðistaðatúni skv. skissu Landslags ehf.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Fyrirhuguð framkvæmd við stofnræsi tekin til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar.

    • 1802140 – Viðhald fasteigna 2018

      Viðhald sundlauga tekið til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar.

    • 1802236 – Bókasafn, mósaíkmynd viðgerð

      Ástand mósaíkmyndar á hlið bókasafnsins á Standgötu 1 tekið til umfjöllunar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónstu að skoða ástand myndarinnar og kostnað við lagfæringar.

    • 1801648 – Teljarar fyrir hjóla- og göngustígakerfi höfuðborgarsvæðisins

      Kynnt samvinnuverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðiu og Vegagerðarinnar um teljarar fyrir hjóla- og göngustígakerfi höfuðborgarsvæðisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

    • 1703279 – Dýraverndarstefna, endurskoðun

      Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu var frestað á fundi bæjarstjórnar 31.1. s.l.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir breytingar á 5. og 13. grein samþykktar um kattahald og vísar þeim til bæjarstjórnar.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Undirbúningur að aukinni vatnstöku í Vatnsendakrika tekinn til umfjöllunar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman greinargerð vegna matsáætlunar vegna fyrirhugaðrar aukinnar vatnstöku í Vatnsendakrikum.

    Fundargerðir

Ábendingagátt