Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. mars 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 304

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
 • Valgerður B. Fjölnisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1608822 – Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg

   Tekið fyrir að nýju tillögur að umferðaröryggisaðgerðum á gatnamótum Reykjanesbrautar/Lækjargötu en málinu var vísað aftur til ráðsins út bæjarstjórn 28. febrúar sl.
   Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 2. mars 2018.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar fyrri afstöðu sína um varanlegar úrbætur á gatnamótum Lækjargötu/Hlíðarberg og Reykjanesbrautar. Ennfremur óskar ráðið eftir að farið verði strax í hraðaminnkandi aðgerðir að og frá gatnamótunum í samræmi við ítrustu tillögur Verkís dags. 19.2. 2018. Jafnramt verði teknar upp viðræður við Vegagerðina strax um varanlega lausn á umferð á þessum gatnamótum.

  • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

   Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Sörla dags. 8. febrúar 2018 varðandi uppbyggingu á svæði félagsins. Erindinu var vísað til ráðsins frá íþrótta- og tómstundanefnd.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu hjá Sörla.

  • 1104099 – Beitarhólf í landi Hafnarfjarðar

   Lagðar fram niðurstöður auglýsingar á beitarhólfinu í Kjóadal.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leigja Íshestum 80% af beitarhólfinu og Hraunhestum 20%. Leigutími verði 3 ár.

  • 1710023 – Hljóðvistarstyrkir, reglur, endurnýjun

   Lögð fram tillaga að uppfærðum reglum um hljóðvistarstyrki.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa hljóðvistarstyrki og jafnframt að fyrirliggjandi reglur verði uppfærðar hvað orðalag og styrkupphæðir varðar.

  • 1802425 – Graftrarleyfi utan lóðar, verklagsreglur

   Kynntar uppfærðar verklagsreglur vegna graftrarleyfa utan lóða.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

   Endurnýjun á kúplum yfir í led lýsingu tekin til umfjöllunar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna stefnu varðandi endurnýjun á kúplum yfir í led lýsingu.

  • 1801569 – Samgönguvika, 2018

   Kynntar hugmyndir að ráðstefnu á samgönguviku 2018, “Hjólum til framtíðar.” .

   Lagt fram til kynningar.

  • 1802073 – Siggubær, fella 2 lerkitré

   Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28. febrúar sl. vísaði eftirfarandi erindi til umhverfis- og framkvæmdaráðs:
   “Borist hefur beiðni frá verkefnisstjóra á framkvæmda- og rekstrardeild um að fella 2 lerkitré sem standa við gafl hússins Siggubær í tengslum við lagfæringu á húsinu.”

   Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að trén verði felld og vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði í samræmi við samþykkt um verndun trjágróðurs í Hafnarfirði.

  • 1802400 – Leikskólinn Hvammur, viðbygging

   Umhverfis- og skipulagsþjónusta óskar eftir heimild til að bjóða út viðbyggingu við leikskólann Hvamm.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að viðbygging við leikskólann verði boðin út.

  • 1802426 – Flatahraun, gatnamót

   Lögð fram umferðargreining Eflu verkfræðistofu dags 6. febrúar 2018 á gatnamótum Flatahrauns og Álfaskeiðs og áhrifa á FH- hringtorgið.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1802401 – Malbiksyfirlagnir í Hafnarfirði 2018

   Lögð fram niðurstaða útboðs í malbiksyfirlagnir 2018 og óskað eftir heimild til að leita samninga við lægstbjóðanda.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimildar umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Hlaðbæ Colas.

  • 1802428 – Iðnlöggjöf, löggiltir iðnmeistarar og sveinar

   Lagt fram erindi Samtaka iðnaðarins dags. 20. febrúar 2018 varðandi löggildingu iðnmeistara og sveina.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1803032 – Blágrænar regnvatnslausnir í Reykjavík, kynning

   Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar og Veitna dags. 26. febrúar 2018 þar sem kynnt er innleiðing svokallaðar blágrænar regnvatnslausnir í Reykjavík.

   Lagt fram til kynningar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt