Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.
Lilja Karlsdóttir hjá Viaplan mætti til fundarins og kynnti vinnu starfshópsins og lagði fram tillögu að nýju leiðarkerfi innanbæjar í Hafnarfirði og leið 21.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu til áframhaldandi vinnslu og jafnframt að tillagan verði kynnt í skipulags-og byggingarráði þar sem unnið er að endurskipulagningu miðbæjarskipulags.
Fulltrúa Sörla mættu til fundarins og kynntu uppbyggingaráform félagsins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
Lagt fram erindi akstursíþróttafélagsins dags. 5. mars 2018 varðandi viðhald mannvirkja á svæði félagsins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.
Gatnalýsing í Hafnarfirði og endurnýjun á kúplum yfir í led lýsingu tekin til umfjöllunar að nýju. Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.
Afgreiðslu frestað.
Ruslatunnur í Hafnarfirði og umgegni um þær teknar til umfjöllunar. Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir við bæjarráð að stöðugildum verði fjölgað til að tryggja viðunandi þjónustustig við losun ruslatunna á opnum svæðum bæjarins.
Lagt fram yfirlit yfir öryggis- og eftirlitsmyndarvélar.
Lagt fram til kynningar.
Hafnarfjarðarbær hefur sótt um að staðsetja skólahreystibraut á Víðistaðatúni, neðan Víðistaðaskóla, þar sem núverandi hreystivöllur er. Þessi nýi völlur kemur í stað núverandi vallar. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa hefur heimilað uppsetninguna. Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins vegna þessa máls.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að fjármögnun er ekki á áætlun að fullu.
Lögð fram tillaga forstöðumanns ÞMH, garðyrkjustjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa dags. 14. mars 2018 að uppsetningu ærslabelgja í bænum. Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins vegna þessa máls.
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að svona leiktæki þarf umssjón og eftirlit fagaðila vegna slysahættu og fellst því ekki á staðsetningu á eftirlitslausum opnum svæðum.
Lagðar fram tillögur að breytingum á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Jafnframt lögð fram umsögn Samorku dags. 9. mars 2018 um fyrirhugaðar breytingar.
Lögð fram niðurstaða útboðs í vegmerkingar og óskað eftir að fá að leita samninga við lægst bjóðanda.
Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Vegamál Vegmerking.
Lögð fram niðurstaða útboðs í malbiksviðgerðir og óskað eftir að fá að leita samninga við lægst bjóðanda.
Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Universal.
Lögð fram niðurstaða útboðs í vélsópun og óskað eftir að fá að leita samninga við lægst bjóðanda.
Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið.
Framkvæmdir við knatthús í Kaplakrika teknar til umfjöllunar. Lögð fram fundargerð dags. 13.3. s.l. um skil tillagna vegna alútboðs.
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu vegna endurskoðunar á umferðarlögum.
Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sent í töluvpósti 13.3. 2018 þar sem kynnt eru drög að þingsalyktun um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum ásamt verkefnaáætlun til þriggja ára. Í drögum að verkefnaáætluninni 2018-2020 var gerð tillaga að skipulagsvinnu og öryggisaðgerðum á Krýsuvíkurbjargi og óskar ráðuneytið eftir kostnaðaráætlun vegna þessa.
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs nr.386
Lögð fram verkfundargerð nr. 20.
Lögð fram fundargerð stöðufundar nr. 14 og verkfundagerðir eftirlits nr. 1 og 2.