Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. mars 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 305

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Lilja Karlsdóttir hjá Viaplan mætti til fundarins og kynnti vinnu starfshópsins og lagði fram tillögu að nýju leiðarkerfi innanbæjar í Hafnarfirði og leið 21.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu til áframhaldandi vinnslu og jafnframt að tillagan verði kynnt í skipulags-og byggingarráði þar sem unnið er að endurskipulagningu miðbæjarskipulags.

    • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

      Fulltrúa Sörla mættu til fundarins og kynntu uppbyggingaráform félagsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1803044 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar,mannvirki

      Lagt fram erindi akstursíþróttafélagsins dags. 5. mars 2018 varðandi viðhald mannvirkja á svæði félagsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Gatnalýsing í Hafnarfirði og endurnýjun á kúplum yfir í led lýsingu tekin til umfjöllunar að nýju.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1803123 – Ruslatunnur á bæjarlandi

      Ruslatunnur í Hafnarfirði og umgegni um þær teknar til umfjöllunar.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir við bæjarráð að stöðugildum verði fjölgað til að tryggja viðunandi þjónustustig við losun ruslatunna á opnum svæðum bæjarins.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Lagt fram yfirlit yfir öryggis- og eftirlitsmyndarvélar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Hafnarfjarðarbær hefur sótt um að staðsetja skólahreystibraut á Víðistaðatúni, neðan Víðistaðaskóla, þar sem núverandi hreystivöllur er. Þessi nýi völlur kemur í stað núverandi vallar.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa hefur heimilað uppsetninguna.
      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að fjármögnun er ekki á áætlun að fullu.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Lögð fram tillaga forstöðumanns ÞMH, garðyrkjustjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa dags. 14. mars 2018 að uppsetningu ærslabelgja í bænum.
      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að svona leiktæki þarf umssjón og eftirlit fagaðila vegna slysahættu og fellst því ekki á staðsetningu á eftirlitslausum opnum svæðum.

    • 1803053 – Fyrirhugaðar breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum

      Lagðar fram tillögur að breytingum á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
      Jafnframt lögð fram umsögn Samorku dags. 9. mars 2018 um fyrirhugaðar breytingar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1802404 – Vegmerking í Hafnarfiðir 2018

      Lögð fram niðurstaða útboðs í vegmerkingar og óskað eftir að fá að leita samninga við lægst bjóðanda.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Vegamál Vegmerking.

    • 1802403 – Malbiksviðgerðir í Hafnarfirði 2018

      Lögð fram niðurstaða útboðs í malbiksviðgerðir og óskað eftir að fá að leita samninga við lægst bjóðanda.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Universal.

    • 1802402 – Vélsópun í Hafnarfirði 2018

      Lögð fram niðurstaða útboðs í vélsópun og óskað eftir að fá að leita samninga við lægst bjóðanda.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að heimila umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Framkvæmdir við knatthús í Kaplakrika teknar til umfjöllunar.
      Lögð fram fundargerð dags. 13.3. s.l. um skil tillagna vegna alútboðs.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1803132 – Endurskoðun umferðarlaga, umsögn

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu vegna endurskoðunar á umferðarlögum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1803113 – Krísuvíkurbjarg, uppbygging og afmörkun gönguleiða, beiðni um kostnaðráætlun

      Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sent í töluvpósti 13.3. 2018 þar sem kynnt eru drög að þingsalyktun um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum ásamt verkefnaáætlun til þriggja ára. Í drögum að verkefnaáætluninni 2018-2020 var gerð tillaga að skipulagsvinnu og öryggisaðgerðum á Krýsuvíkurbjargi og óskar ráðuneytið eftir kostnaðaráætlun vegna þessa.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt