Umhverfis- og framkvæmdaráð

4. apríl 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 306

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

   Lögð fram niðurstaða útboðs í knatthús í Kaplakrika.

   Gert var stutt fundarhlé.

   Lagt fram.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að sviðsstjóri taka saman minnisblað um verkferlið.

   Umhverfis og framkvæmdaráð vill árétta að framkomin tilboð eru verulega yfir þeim fjárhæðum sem áætlaðar eru til verkefnisins á fjárhagsáætlun og ekki í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar næstu þriggja ára um fjárfestingar íþróttamannvirkja sem kallar á endurmat.

  • 1709606 – Veraldarvinir, sjálfboðavinna í Hafnarfirði

   Kynnt staða málsins.
   Stefnt er að komu 5 hópa á tímabilinu júni – ágúst.

   Til upplýsinga.

  • 1803358 – Vorhreinsun 2018

   Fyrirkomulag vorhreinsunar 2018 kynnt.

   Til upplýsinga.

  • 1710418 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2018

   Lagt fram bréf Ferðamálastofu dags. 26. mars 2018 þar sem fram kemur að Hafnarfjarðarbær hefur fengið styrk að upphæð 7 millj.kr. til að bæta aðkomu og gönguleiðir og byggja upp salerni við Seltún.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1605058 – Landsáætlun, ferðamannastaðir, ástand og uppbyggingarþörf

   Lögð fram verkefnaáætlun Landsáætlunar 2018-2020. Þar hefur verið lagt til að fjármagn verði sett í að vinna skipulagsvinnu og öryggisaðgerðir við Krýsuvíkurbjarg.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

   Teknar fyrir að nýju hugmyndir um hundagerði á Víðistaðartúni og lögð fram afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs sem felst ekki á staðasetningu gerðisins á Víðistaðatúni.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

Ábendingagátt