Umhverfis- og framkvæmdaráð

18. apríl 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 307

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1710052 – Kaldárselsvegur, gatnagerð

      Fulltrúi VSB verkfræðistofu og Landslags mættu til fundarins og kynnti fyrirhugaða framkvæmd.
      Óskað er eftir heimild til að bjóða verkið út.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða út gatnagerð við Kaldárselsveg í samræmi við fjárhagsáætlun.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tekin fyrir að nýju drög að umhverfis- og auðlindastefnu ásamt umsögnum sem borist hafa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umhverfis- og auðlindastefnuna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög umhverfis- og auðlindastefnu dags. í apríl 2018.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar framkominni stefnu og þakkar starfshópnum og starfsmönnum vel unnin störf.

    • 1802400 – Leikskólinn Hvammur, viðbygging

      Lögð fram tillboð í viðbyggingu við leikskólann Hvamm, eitt tilboð barst.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita samninga við lægstbjóðanda.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Alútboð vegna knatthúss í Kaplakrika tekin fyrir að nýju.
      Lagt fram umbeðið minnisblað sviðsstjóra um ferli útboðsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar framkomnum tilboðum og leggur fram eftirfarandi bókun:
      “Við opnun tilboða hinn 26. mars sl. kom í ljós að allir þrír bjóðendur buðu fram verð í knatthúsið sem var á bilinu 1.102 millj. til 1.154 millj. króna. Við undirbúning verkefnisins var lagt til grundvallar að heildarkostnaður yrði um 700 til 750 milljónir og í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar er miðað við 720 milljónir króna. Verður af þeim sökum að hafna öllum tilboðum. Vísað er til lokamálsgreinar gr. 0.1.2. útboðsgagna um heimildir til að hafna öllum
      framkomnum tilboðum, þeirra forsendna sem lagðar voru fyrir verkefninu á fundi bæjarráðs hinn 19. október 2017 og fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2018-2021, bls. 50, þar sem miðað var við að leggja samtals 720 milljónir króna í verkefnið. Tilboðsfjárhæðirnar rúmast ekki innan þessara forsenda”

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Tekin fyrir að nýju tillaga að nýju leiðarkerfi Strætó innanbæjar í Hafnarfirði og leið 21.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að óska eftir viðræðum við Strætó bs um þessar breytingar.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Tekið fyrir og nýju.
      Lögð fram drög af samningi við Hellarannsóknarfélagið um ráðgjöf vegna aðgerða við hellinn.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum og heimilar að leitað verði samninga við Hellnarannsóknarfélagið á grundvelli þeirra.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Gatnalýsing í Hafnarfirði og endurnýjun á kúplum yfir í led lýsingu tekin til umfjöllunar að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í endunýjun á kúplum á næstu 5 árum í samræmi við áætlun þar að lútandi.

    • 1709606 – Veraldarvinir, sjálfboðavinna í Hafnarfirði

      Lögð fram drög að samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Veraldarvina um þátttöku sjálfboðaliða í umhverfisverkefnum sumarið 2018.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Veraldarvini um umhverfisverkefni sumarið 2018.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir við Norðurbakkann.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1804223 – Merkingar á stofnunum bæjarins

      Merkingar stofnana bæjarins teknar til umfjöllunar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leggja fram kostnaðarmat vegna merkinga stofnana.

    • 1111340 – Ásvellir, merkingar á íþróttahúsi Hauka, Schenker.

      Merkingar á íþróttahúsinu á Ásvöllum teknar fyrir en ekki liggur fyrir formlegt samþykki fyrir Schenker merkinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að ekki liggur fyrir leyfi fyrir merkingu hússins með ofangreindum hætti og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að sjá til þess að óheimilar merkingar verði fjarlægðar.

    • 1711319 – Vistvangur, uppgræðsla í Krýsuvík 2018, áform

      Kynnt tillaga að upplýsingaskilti um Vistvanginn sem sett verður upp í Krýsuvík.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Tekin fyrir að nýju ósk um skólahreystibraut á Víðistaðatúni og lögð fram tillaga að nýrri staðsetningu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kynna nýja staðsetningu fyrir fræðsluráði.

    • 1803044 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar,mannvirki

      Lögð fram bókun íþrótta- og tómstundarnefndar og erindi AÍH varðandi viðhald á svæði félagsins tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir frekari kynningu á erindinu.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í bænum teknar til umfjöllunar að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leggja fram kostnaðarmat á uppsetningu öryggis- og eftirlitsmyndavéla á völdum opnum svæðum, miðbænum og stofnleiðum inn í hverfi.

    Fundargerðir

    • 1708176 – Skóli í Skarðshlíð, framkvæmdir

      Lagðar fram verkfundargerðir nr. 3 og 4 og fundargerð stöðufunda með verktaka nr. 15.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Lögð fram fundargerð starfshópsins nr. 21 og verkfundagerðir nr. 32 og 33.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lögð fram fundargerð starfshóps nr. 33.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt