Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. maí 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 308

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Helga Björg Arnardóttir varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir varamaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Helga Stefánsdóttir, Sigurður Haraldsson, Ishmael David og Berglind Guðmundsdóttir.

Ritari

  • Sigurður Haraldsson sviðsstjóri

Einnig sátu fundinn Helga Stefánsdóttir, Sigurður Haraldsson, Ishmael David og Berglind Guðmundsdóttir.

  1. Almenn erindi

    • 1803044 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar,mannvirki

      Fulltrúi Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar Sigurður Gunnar Sigurðsson mætir til fundarins og kynnir áætlanir félagsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og áætlar að fara í skoðunarferð á svæðið.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Tekið fyrir að nýju.

    • 1804461 – Leikskólinn Hlíðarberg, starfsmannaaðstaða

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða stækkun á starfsmannaaðstöðu leikskólans og vísar verkefninu til fjárhagsáætlunnar 2019.

    • 1804460 – Leikskólinn Hlíðarendi, starfsmannaaðstaða

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða stækkun á starfsmannaaðstöðu leikskólans og vísar verkefninu til fjárhagsáætlunnar 2019

    • 0704123 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag

      Kynnt framkvæmd við nýtt bílastæðið.

      Lagt fram.

    • 1804513 – Helgafell, þyrluflug

      Tekið til umræðu umferð þyrlna á fjallinu en borið hefur á því að þyrlum sé lent á fjallinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að svæðið er við brunnsvæði vatnsbóls Hafnfirðinga og af þeim sökum óheimilt með öllu að lenda þyrlum á Helgafelli og nágrenni þess. Svæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðaður skv. náttúrverndarlögum.

    • 1706354 – Plastlaus september, kynningarbréf

      Lagt fram erindi Plastlaus september varðandi áframhaldandi þátttöku Hafnarfjarðarbæjar í verkefninu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi stuðning við verkefnið.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Lagt fram minnisblað varðandi rekstur rafhleðslustöðvana bæjarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir ánægju sinni með góða nýtingu á rafhleðslustöðvum í miðbæ og við Ásvallalaug. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að setja upp rafhleðslustöðvar við stofnanir bæjarins og byrja við lóð Umhverfis- og skipulagsþjónustu við Norðurhellu.

    • 1711151 – Sörli, beiðni um beitarland

      Lögð fram tillaga af beitarlandi Sörla.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að beitarlandi fyrir hestamannafélagið Sörla.

    • 1804553 – Molta fyrir íbúa

      Lagt fram erindi Gámaþjónustunar varðandi moltu fyrir íbúa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið.

    • 0711020 – Uppland Hafnarfjarðar, rammaskipulag.

      Tekið fyrir.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að rammaskipulag fyrir uppland Hafnarfjarðar verði endurskoðað.

    • 1805015 – Gönguleiðir i leiðsagnarappi fyrir snjallsíma

      Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Jörstad óskar eftir að Umhverfis- og skipulagsþjónusta skoði möguleika á að Hafnarfjarðarbær bjóði uppá aðgengi að gönguleiðum í landi bæjarins í gegnum leiðsagnarapp. Verkefnið kemur til með að styðja við heilsueflandi samfélag, Hellisgerði 100 ára ásamt fleiru.

      Umhverfis- framkvæmdaráð felur Umhverfis- og skipulagsþjónustu að kanna málið á milli funda.

    Fundargerðir

Ábendingagátt