Umhverfis- og framkvæmdaráð

13. ágúst 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 311

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir Landslagsarkitekt

Einnig sátu fundinn Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri

  1. Almenn erindi

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

      Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri fer yfir aðgerðaráætlunina eins og hún liggur fyrir.

      Lagt fram.

    • 1608765 – Hraunavík, örplastlosun

      Lögð fram skýrsla frá ReSource dags. 12.6. 2018 um niðurstöður mælinga á örplasti í fráveitu Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Tekin fyrir að nýju staðsetning skólahreystibrautar.
      Lagðir fram minnispunktar varðandi formlega kynningu á staðsetningunni en ekki er nauðsynlegt að grenndarkynna hana nema um sé að ræða skipulagsbreytingu sem ekki á við varðandi staðsetningu við Ásvallalaug.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir útfærslu á fjölnota hreyfigarði þar sem tekið er mið af þörf grunn-og leikskólabarna með uppsetningu á hreystibraut og hreyfitækjum fyrir yngri börn.

    • 1407049 – Snyrtileikinn 2018

      Ábendingar um fallega garða og götur og snyrtileg fyrirtæki teknar til umfjöllunar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að vinna áfram úr innsendum tillögum.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Leiðarkerfi Strætó í Hafnarfirði tekið til umfjöllunar og kynningar en bæjarráð fól umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna áfram með málið.

      Helga Ingólfsdóttir fór yfir kynninguna.

    • 1806346 – Félagslegar íbúðir, gæludýrahald

      Tekin fyrir að nýju eftirfarandi tillaga um gæludýrahald í félagslegum íbúðum sem bæjarstjórn vísaði til frekari umfjöllunar í fjölskylduráði á fundi þann 20.júní 2018.

      “Gæludýrahald í félagslegum íbúðum
      Fulltrúar Samfylkingar leggja til að farið verði að dæmi Kópavogs um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum háð ákveðnum skilyrðum.”

      Fjölskylduráð óskaði eftir umsögn Umhverfis- og framkvæmdarráðs á fundi sínum 3. júlí sl.

      Lögð fram jákvæð umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið.

    • 1805220 – Miðbær, 60 mín stæði

      Farið yfir stöðu málsins.

      Farið yfir stöðu verkefnisins.

    • 1803044 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, mannvirki

      Tekið fyrir að nýju erindi akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 5. mars 2018 og verkefni sem heyra undir félagið.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð bókaði á fundi 2.maí sl. að ráðið áætlaði skoðunarferð á svæðið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að Umhverfis- og skipulagsþjónusta finni tíma fyrir skoðunarferð.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lagt fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2019.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt