Umhverfis- og framkvæmdaráð

12. september 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 313

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Tinna Hallbergsdóttir varamaður
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1803044 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, mannvirki

   Lagt fram að nýju bréf frá Arnari Má Pálmarssyni formanni Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 5.3.2018 þar sem hann vekur athygli á báglegu ástandi keppnisvallar félagsins. Bókað var á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2. maí sl. að ráðið áætli skoðunarferð um svæðið. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 13. ágúst sl. var Umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að finna tíma fyrir skoðunarferð.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð stefnir að heimsókn til Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar miðvikudaginn 26. sept næstkomandi.

  • 1804294 – Kaldársel, leiktæki og vegaframkvæmdir, erindi

   Lagt fram bréf Arnórs Heiðarssonar f.h. stjórnar KFUM og K í Kaldárseli dags. 10. apríl 2018. Óskað er eftir samstarfi vegna uppsetningu á leiktækjum á lóð Kaldársels auk fyrirspurnar um áform framkvæmda á Kaldárselsvegi.

   Erindi frestað.

  • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

   Lögð fram að nýju drög að húsrýmisáætlun fyrir nýja reiðskemmu við Sörla. Erindinu var frestað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 29. ágúst sl.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindisbréf um skipun starfshóps vegna uppbyggingar á athafnasvæði Sörla.

  • 1801455 – Knattspyrnufélagið Haukar, knatthús, erindi

   Lögð fram bókun bæjarráðs frá 30.8.2018 varðandi skipan í starfshóp um uppbyggingu á Ásvöllum í samræmi við viljayfirlýsingu frá 24.5.2018.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

   Staða framkvæmda tekin til umræðu.

  • 1802140 – Viðhald fasteigna 2018

   Viðhald fasteigna Hafnarfjarðarbæjar á árinu 2018 tekið til umfjöllunar.

   Stefán Stefánsson og Jónas Ásbjörnsson fóru yfir stöðu viðhaldsverkefna á fasteignum bæjarins.

  • 1801569 – Samgönguvika 2018

   Lagt fram til kynningar. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin á Seltjarnarnesi 21. sept í tilefni Evrópskrar samgönguviku sem verður vikuna 16. – 22. sept.

  • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

   Farið yfir fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun 2019-2021.

   Boðað er til aukafundar miðvikudaginn 12.9.2018 kl. 8:15 vegna rekstraráætlunar 2019.

  • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

   Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri fer yfir stöðu verkefna.

  • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

   Á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs 18. apríl sl. var umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að leggja fram kostnaðarmat á uppsetningu öryggis- og eftirlitsmyndavéla á völdum opnum svæðum, miðbænum og stofnleiðum inn í hverfi.

  • 1808522 – Fyrirspurn um framkvæmdir í Kaplakrika

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði á fundi sínum þann 29.8. sl. eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Bæjarlistans og Samfylkingar í ráðinu til Umhverfis- og skipulagsþjónustu. “Hefur sveitarfélagið heimild til þess að gefa út byggingarleyfi fyrir knatthúsi í Kaplakrika á meðan á kæruferli útboðs Hafnarfjarðar á byggingu á sama húsi stendur?”.

   Kæruferli hefur ekki áhrif á útgáfu byggingarleyfis.

  • 1809062 – Vettvangsferð Umhverfis- og framkvæmdaráðs

   Tekið til umræðu.

  Fundargerðir

  • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

   Lagðar fram verkfundargerðir nr. 31 og 32.

  • 1708176 – Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir

   Lögð fram verkfundargerð nr. 14.

Ábendingagátt