Umhverfis- og framkvæmdaráð

26. september 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 314

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri

  1. Almenn erindi

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Rekstraráætlun 2019 tekin til umræðu.

    • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

      Skipan starfshóps vegna uppbyggingar á athafnasvæði Sörla.

      Skipað í starfshóp vegna uppbyggingar á athafnasvæði Sörla. Þrír fulltrúar skipaðir af umhverfis- og framkvæmdarráði, sem jafnframt skipa formann starfshópsins. Starfshópinn skipa Helga Ingólfsdóttir formaður, Ómar Freyr Rafnsson, Stefán Már Gunnlaugsson auk Halldóru Einarsdóttir og Eggerts Hjartarsonar frá Hestamannafélaginu Sörla. Með hópnum starfa sviðsstjóri umhverfis og skipulagsþjónustu, íþrótta- og tómstundarfulltrúi og framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju kostnaðarmat vegna uppsetningu öryggis- og eftirlitsmyndavéla á völdum opnum svæðum, miðbænum og stofnleiðum inn í hverfi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn Lögreglu og sveitarfélaga þar sem öryggis og eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp.

    • 1809227 – Zipcar

      Deilibílakerfið Zipcar tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fá kynningu um deilibílakerfið Zipcar.

    • 1809474 – Fyrirspurn, vegna upplýsingaskilta við Seltún

      Sverrir Jörstad Sverrisson Samfylkingu leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
      Í ljósi augljósra mistaka við hönnun upplýsingaskilta við Seltún er óskað svara um stöðu þess máls og hvort og hvenær leiðrétt skilti verða sett upp.

      Fyrirspurn lögð fram.

    • 1609447 – Hundagerði, erindi

      Þórey S. Þórisdóttir lagði fram fyrirspurn um stöðu hundagerðis í bænum.

      Fyrirspurn lögð fram.

    Fundargerðir

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lagðar fram fundargerðir Strætó bs. nr. 289 og 290.

      Fundargerðir Strætó bs. nr. 289 og 290 lagðar fram til kynningar.

    • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram 394. fundargerð stjórnar Sorpu bs.

      Fundargerð Sorpu bs. nr. 394 lögð fram til kynningar.

Ábendingagátt