Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri
Rekstraráætlun 2019 tekin til umræðu.
Skipan starfshóps vegna uppbyggingar á athafnasvæði Sörla.
Skipað í starfshóp vegna uppbyggingar á athafnasvæði Sörla. Þrír fulltrúar skipaðir af umhverfis- og framkvæmdarráði, sem jafnframt skipa formann starfshópsins. Starfshópinn skipa Helga Ingólfsdóttir formaður, Ómar Freyr Rafnsson, Stefán Már Gunnlaugsson auk Halldóru Einarsdóttir og Eggerts Hjartarsonar frá Hestamannafélaginu Sörla. Með hópnum starfa sviðsstjóri umhverfis og skipulagsþjónustu, íþrótta- og tómstundarfulltrúi og framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla.
Tekið fyrir að nýju kostnaðarmat vegna uppsetningu öryggis- og eftirlitsmyndavéla á völdum opnum svæðum, miðbænum og stofnleiðum inn í hverfi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn Lögreglu og sveitarfélaga þar sem öryggis og eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp.
Deilibílakerfið Zipcar tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fá kynningu um deilibílakerfið Zipcar.
Sverrir Jörstad Sverrisson Samfylkingu leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: Í ljósi augljósra mistaka við hönnun upplýsingaskilta við Seltún er óskað svara um stöðu þess máls og hvort og hvenær leiðrétt skilti verða sett upp.
Fyrirspurn lögð fram.
Þórey S. Þórisdóttir lagði fram fyrirspurn um stöðu hundagerðis í bænum.
Lagðar fram fundargerðir Strætó bs. nr. 289 og 290.
Fundargerðir Strætó bs. nr. 289 og 290 lagðar fram til kynningar.
Lögð fram 394. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Fundargerð Sorpu bs. nr. 394 lögð fram til kynningar.