Umhverfis- og framkvæmdaráð

10. október 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 315

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Ásta Rut Jónasdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánssdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.[line][line]Helga Björg Arnardóttir vék af fundi kl. 9:35

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánssdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.[line][line]Helga Björg Arnardóttir vék af fundi kl. 9:35

  1. Almenn erindi

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu leiðarkerfisbreytingar í Hafnarfirði.

      Lilja Karlsdóttir frá Viaplan kynnti tillögur að leiðarkerfisbreytingum í Hafnarfirði. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að unnið verði áfram með tillögu B.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Rekstraráætlun 2019 tekin fyrir að nýju.

    • 1605488 – Ályktun gegn mansali

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum um með hvaða hætti stjórnsýslan hefur unnið samkvæmt bókun bæjarstjórnar frá 25. maí 2016 um að veita skuli hættu á mansali sérstaka athygli.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Berglind Guðmundsdóttir arkitekt kynnir vinnu starfshóps um Hellisgerði.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Kynnt staða verkefnisins.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Lagðar fram tillögur að útfærslu leiksvæðis, skólahreystibrautar og leiksvæði fyrir yngri aldurshóp, við Ásvallalaug.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati á tillögum A og B.

    • 1709653 – Fimleikafélagið Björk, húsnæðismál

      Á fundi Bæjarráðs 13.9.2018 var erindi frá Fimleikafélaginu Björk dags. 31. ágúst sl. varðandi húsnæðismál félagsins vísað til umsagnar og afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs. Bókun Bæjarráðs var svohljóðandi: “Bæjarráð leggur áherslu á að húsnæðismál Fimleikafélagsins Björk og Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar verði leyst hið fyrsta. Erindinu vísað til ÍTH og umhverfis- og framkvæmdaráðs.”

      Ásta Rut Jónasdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun Bæjarráðs frá 13.9.2018.

    • 1808352 – Leikskólamál í Suðurbæ

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29. ágúst sl. var óskað eftir þarfagreiningu varðandi leikskólapláss í Suðurbænum frá fræðsluráði.

      Þarfagreining fræðsluþjónustu lögð fram til kynningar.

      Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi Samfylkingarinnar bókar.
      Það er ljóst að það er viðvarandi skortur á leikskólaplássum í Öldutúnsskólahverfinu og sá skortur mun haldast til framtíðar ef ekkert verður að gert. Á skipulagi er 4-6 deilda leikskóli á Öldunum. Það er brýnt að hafist verði handa við uppbyggingu á þeirri lóð nú þegar. Leikskólaþjónusta er nærþjónusta og mikilvægt að hún sé það m.a. með tilliti til umhverfismála, gæða íbúðahverfa sem og annarra þátta. Að foreldrar yfir 100 barna á leikskólaaldri í Öldutúnsskólahverfinu þurfi á hverju ári að sækja slíka nærþjónustu í önnur hverfi bæjarins er óásættanlegt.
      Hvað varðar viðvarandi offramboð á leikskólaplássum í öðrum hverfum bæjarins er rétt að það verði skoðað nánar hvernig þar megi bregðast við til framtíðar.

    • 1807194 – Samningur um búnaðarkaup, siglingaklúbburinn Þytur

      Drög að samning um endurnýjun á búnaði við Siglingaklúbbinn Þyt var vísað til umfjöllunar Umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi Íþrótta og tómstundanefndar þann 19.9.2018. Bókun Íþrótta- og tómstundanefndar var svohljóðandi: “Nefndin tekur jákvætt í erindi Þyts og beinir því til umhverfis og framkvæmdaráðs.”

      Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

    • 1703372 – Kvartmíluklúbburinn, ósk um nýjan rekstrarsamning og stuðning Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmda

      Tekið fyrir að nýju erindi Kvartmíluklúbbsins dags. 23. mars 2017 þar sem óskað er eftir stuðningi Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmda við lagningu hringakstursbrautar og frágang öryggissvæða umhverfis akstursbrautir félagsins.

      Erindi lagt fram.

    • 1803044 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, mannvirki

      Tekið fyrir að nýju erindi Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar vegna viðhalds íþróttamannvirkja.

      Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

    • 1803123 – Ruslatunnur á bæjarlandi

      Tekið fyrir að nýju tillaga að uppsetningu á flokkunartunnum í miðbænum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir kaup á flokkunartunnum til uppsetningar í miðbænum.

    • 1803053 – Fyrirhugaðar breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000

      Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir athugasemdum við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

      Lagðar fram athugasemdir við endurskoðun laga um um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

    • 1804295 – Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar, erindi varðandi útsýnisskífu á Helgafelli

      Lagt fram erindi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp útsýnisskífu á Helgafelli.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið en bendir á að um er að ræða framkvæmd á grannsvæði vatnsverndar og ber að fylgja reglum þar að lútandi.

    • 1609447 – Hundagerði, erindi

      Tekið fyrir að nýju.

      Staðsetning hundagerðis er í vinnslu hjá skipulags- og byggingarráði.

    • 1809474 – Fyrirspurn, vegna upplýsingaskilta við Seltún

      Tekið fyrir að nýju.

      Unnið er að úrbótum á upplýsingaskiltum.

    • 1411359 – Ásvellir, Ólafssalur

      Lögð fram umsögn íþróttafulltrúa vegna palla í Ólafssal.

      Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

    Fundargerðir

    • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

      Fundargerðir Sorpu bs. nr. 395 og nr. 396 lagðar fram til kynningar.

    • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

      Lögð fram fyrsta fundargerð starfshóps um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla og fylgigögn.

    • 1411359 – Ásvellir, uppbygging

      Lagðar fram verkfundargerðir nr. 37-40.

    • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

      Lagðar fram verkfundargerðir nr. 33 og 34.

    • 1708176 – Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir

      Lagðar fram verkfundargerðir nr. 15 og 16.

    • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

      Lagðar fram fundargerðir nr. 1 og 2.

Ábendingagátt