Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. október 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 316

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi

Auk ofnagreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis og veitustjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofnagreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis og veitustjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

   Fjárhagsáætlun 2019 tekin til umræðu sem og leiga á félagslegu húsnæði og gjaldskrá 2019.

   Umhverfis og framkvæmdaráð leggur til að aukið fjármagn, 110 milljónir, verði sett í eftirtalda rekstrarliði;
   Viðhald húsnæðis 31-111
   Yfirlagnir 311-524
   Sópun 31-571
   Snjómokstur 31-582
   Umhverfis og auðlindastefna, framkvæmdaáætlun, óstofnað verknúmer.
   2 stöðugildi í þjónustumiðstöð

   Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að fjármagn til vatns og fráveitu verði aukið í samræmi við framlagt minnisblað dags. 10.10.2018. Heildarhækkun um 98,6 milljónir. Jafnframt er lagt til að verðskrá til stórnotenda vatns verði endurskoðuð í samræmi við framlagt exelskjal dags. 16.10.2018.

   Lagt er til að húsaleiga félagslega kerfisins verði hækkuð um 10%.

   Lagt er til að sorphirðugjöld verði hækkuð í samræmi við aukið þjónustustig við losun á blátunnum.

   Ráðið samþykkir framangreint með 4 atkvæðum. Fulltrúi Samfylkingar, Friðþjófur Helgi Karlsson, situr hjá.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar, Friðþjófur Helgi Karlsson, óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:

   Ég vil gera athugasemd við það hversu seint gögn eru framlögð er snúa að fjárhagsáætlunargerðinni að þessu sinni. Erfitt er einnig að gera sér grein fyrir heildarmyndinni þar sem m.a. fjárfestingaáætlun til næstu ára hefur ekki verið lögð fram.
   Varlega þarf að fara í hækkun á húsaleigu félagslegs húsnæðis. Um er að ræða viðkvæman hóp sem á erfitt með að mæta auknum álögum. 10% hækkun er of mikil hækkun á mínu mati. Ég er því mótfallinn henni.

   Fulltrúar Viðreisnar Þórey S. Þórsdóttir og Miðflokks Arnhildur Ásdís Kolbeins bóka eftirfarandi: Farið verði varlega í hækkanir í félagslega kerfinu og þær frekar teknar í áföngum en einu lagi.

   Framkvæmdaáætlun 2019 lögð fram. Boðað verður til aukafundar mánudaginn 29.10.2018 um fjárfestingar.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar, Friðþjófur Helgi Karlsson, óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:
   Vil ítreka athugasemdir mínar um það hversu seint gögn eru að berast ráðsmönnum. Fjárfestingaáætlun er að koma fyrst nú fyrir augu ráðsmanna. Það er óásættanlegt og gerir ráðsmönnum erfitt með að taka afstöðu til hennar. Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun fer fram á fundi bæjarstjórnar næstkomandi miðvikudag þannig að tíminn er naumur.

   Fulltrúi Bæjarlistans, Helga Björg Arnardóttir, bókar eftirfarandi:

   Góð vinna við fjárhagsáætlun er mikilvægur hluti af vinnu kjörinna fulltrúa og að geta unnið málin í sátt og vel er grundvöllur fyrir góðri stjórnsýslu. Það að fá gögn svona seint og vera sniðinn þessi þröngi rammi fyrir umræðu og vinnslu fjárhagsáætlunarinnar er mjög slæmt og er vinnuháttur sem gengur ekki.

  • 1706086 – Skólahreystibraut

   Tekið fyrir að nýju tillögur að útfærslu leiksvæðis, skólahreystibrautar og leiksvæði fyrir yngri aldurshóp, við Ásvallalaug. Óskað var eftir kostnaðarmati á tillögum A og B.

   Erindi frestað.

  • 1810211 – Hellisgata 13, ljósastaur

   Tekið fyrir erindi Einars I Reynissonar varðandi ljósastaur á Hellisgötu 13.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar tilfærslu á ljósastaur á kostnað húseiganda í samræmi við gjaldskrá.

  • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

   Tekið fyrir að nýju uppsetning öryggis- og eftirlitsmyndavéla á völdum opnum svæðum, miðbænum og stofnleiðum inn í hverfi. Lögð fram bókun Fræðsluráðs frá 10. okt. 2018.

   Bókun fulltrúa Bæjarlistans frá Fræðsluráði lögð fram.

  • 1608517 – Villikettir, ósk um samstarfssamning

   Erindi barst frá félaginu Villikettir þar sem óskað er eftir framlengingu á samning við Hafnarfjarðarbæ um aðhlynningu villi- og vergangskatta og sporna við fjölgun þeirra.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kynningu frá félaginu Villikettir á hvernig verkefnið hefur gengið.

   Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað að hann telur mikilvægt að vinna að heildstæðari lausnum hvað varðar föngun dýra, skráningu og eftirliti hvort um er að ræða gæludýr eða villiketti. Einnig er lögð áhersla á að lög nr. 55 frá 2013 séu höfð að leiðarljósi í allri vinnu er viðkemur velferð dýra. Fulltrúi Viðreisnar telur mikilvægt að faglega ráðin umhverfisfulltrúi í Hafnarfirði hafi einnig umsjón með dýravernd og verði í samstarfi við vistfræðinga, líffræðinga og dýralækna og önnur samtök í bænum er vinna að dýravernd og að unnið sé að heildstæðari lausnum.

  • 1804294 – Kaldársel, leiktæki og vegaframkvæmdir, erindi

   Tekið fyrir að nýju erindi Arnórs Heiðarssonar f.h. stjórnar KFUM og K í Kaldárseli dags. 10. apríl 2018. Óskað er eftir samstarfi vegna uppsetningu á leiktækjum á lóð Kaldársels auk fyrirspurnar um áform framkvæmda á Kaldárselsvegi.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu að sinni.

  • 1708692 – Strætó bs, aukin þjónusta, næturakstur og fleira

   Eftirfarandi tillögu var vísað úr bæjarstjórn 17. október sl. til Umhverfis- og framkvæmdaráðs:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til stjórnar Strætó bs. að haldið verði áfram með næturakstur um helgar og að leitað verði leiða til að bæta þjónustuna enn frekar.
   Greinargerð:
   Í byrjun árs hóf Strætó tilraunaverkefni með næturakstur um helgar á völdum leiðum, m.a. á leið 101 sem gengur til Hafnarfjarðar. Tilraunaverkefnið var til eins árs og rennur að óbreyttu út nú um áramót. Stjórn Strætó mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti þjónustan haldi áfram.
   Að sögn framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa Strætó bs. hefur notkun þjónustunnar verið undir væntingum. Það er álit bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að þjónustan þurfi bæði meiri tíma og betri kynningu til að hún festi sig í sessi. Þá telur bæjarstjórn að markmiðum um meiri notkun megi einnig ná með því að bæta þjónustuna enn frekar.
   Leið 101, sú sem gengur úr miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjarðar sker sig úr er notkun varðar, en á þeirri leið hefur nýtingin verið um 20%. Bæjarstjórn telur ljóst að eftirspurn sé til staðar eftir næturakstri til Hafnarfjarðar og að hægt sé að auka nýtingu á þessari leið enn frekar með betri kynningu og bættri þjónustu.
   Næturstrætó er þjónusta sem ungt fólk í Hafnarfirði hefur kallað eftir. Greiðar og áreiðanlegar almenningssamgöngur eru lykilatriði í því að gera Hafnarfjörð að samkeppnishæfum bæ, sérstaklega fyrir ungt fólk. Af þessum ástæðum vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar að næturþjónustu Strætó verði haldið áfram og hún bætt enn frekar.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar, Friðþjófur Helgi Karlsson, óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:
   Mikilvægt er að tilrauninni verði haldið áfram. Ljóst er að eftirspurn er eftir næturakstri strætó til Hafnarfjarðar. Greiðar og áreiðanlegar almennissamgöngur eru mikilvægur þáttur í að gera Hafnarfjörð að eftirsóknarverðum bæ til að búa í, ekki hvað síst fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur lengi kallað eftir næturþjónustu strætó um helgar og um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir þann hóp. Koma þar til ýmsir þættir og þá ekki síst m.a. öryggissjónarmið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

  Fundargerðir

  • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

   Lögð fram fundargerð Strætó bs. nr. 292

Ábendingagátt