Umhverfis- og framkvæmdaráð

29. október 2018 kl. 16:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 317

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Tinna Hallbergsdóttir varamaður
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

   Fjárhagsáætlun 2019-2022 tekin til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða rekstrar og fjárfestingaráætlun sviðsins og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Fulltrúi Samfylkingar, Friðþjófur Helgi Karlsson, situr hjá við atkvæðagreiðslu og óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:

   Ég sit hjá m.a. vegna þess að mér finnst sú forgangsröðun sem birtist í henni ekki vera ásættanleg. Það er nauðsynlegt að mínu mati að forgangsraðað sé með skýrari hætti t.d. í þágu viðhalds á fasteignum bæjarins, eflingar á þjónustugetu þjónustumiðstöðvar, umhverfismála og uppbyggingu á grunnþjónustu s.s. eins og á leikskólarýmum í þeim hverfum þar sem vöntun er á slíku. Hvorki sú rekstraráætlun né fjárfestingaráætlun sem liggja hér fyrir sem hluti af fjárhagsáætlun endurspegla þær áherslur nægjanlega vel og þar eru m.a. áætlaðar háar fjárhæðir til framkvæmda í bæjarfélaginu sem ekki teljast til grunnþjónustu.
   Vil einnig ítreka athugasemdir mínar um það hversu seint gögn eru að berast ráðsmönnum og hversu lítið samráð hefur verið við vinnuna. Drög að fjárfestingaráætlun kom fyrst fyrir augu ráðsmanna síðastliðinn miðvikudag. Það er óásættanlegt og gerir ráðsmönnum erfitt með að setja sig inn í mál og taka afstöðu til þeirra svo vel sé. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fer fram á fundi bæjarstjórnar næstkomandi miðvikudag þannig að tíminn fyrir fulltrúa minnihlutans til að fara yfir fjárhagsáætlunina hefur verið mjög naumur.

   Fulltrúar Bæjarlistans, Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, og Viðreisnar, Þórey Svanfríður Þórisdóttir, harma það að bærinn sé hér með að falla frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta kjörtímabili, að bærinn byggi og eigi íþróttamannvirkin sín sjálfur. Við hörmum það einnig að hluti þeirra greiðslna til FH skuli hafa farið fram án þess að viðaukinn hafi fengið gildi. Einnig finnst okkur það fráleitt að haldið skuli áfram með málið á meðan kæruferli er í gangi. Er þessi leið, sem núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra hefur kosið að fara; að greiða FH fyrir eignarhluti, sem virðast vera á reiki hverjir eru, á meðan að virði húsnæðisins sem fjárfesta á í er ekki á hreinu, finnst okkur vítavert kæruleysi með fjármuni bæjarbúa.

Ábendingagátt