Umhverfis- og framkvæmdaráð

16. janúar 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 322

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1811416 – Reykjanesbraut í Hafnarfirði, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar

   Fulltrúar Vegagerðarinnar og Eflu mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

   Lagt fram til kynningar.

  • 18129642 – Hafnarfjarðarlína HF1, umsókn um framkvæmdaleyfi til að endurnýja háspennustreng HF1 við Reykjanesbraut

   Fulltrúar Eflu mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1901119 – Færsla lagna við Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi

   Fulltrúar VSB mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1605488 – Ályktun gegn mansali

   Tekin fyrir að nýju fyrirspurn til stjórnsýslu sem lögð var fram á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 10. október sl.;
   „Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum um með hvaða hætti stjórnsýslan hefur unnið samkvæmt bókun bæjarstjórnar frá 25. maí 2016 um að veita skuli hættu á mansali sérstaka athygli.“ Svar stjórnsýslu barst 22.10.2018.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði á fundi sínum þann 10. október 2018 eftir uppslýsingum um með hvaða hætti stjórnsýslan hefur unnið samkvæmt bókun bæjarstjórnar frá 25. maí 2016 um að veita skuli hættu á mansali sérstaka athygli.“

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 25. maí 2016 eftirfarandi ályktun:

   1. 1605488 – Ályktun gegn mansali
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að bæjarfélagið skuli veita hættunni á mansali sérstaka athygli. Farið verður yfir alla ferla hjá bænum með það að markmiði að vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart mansali. Allir innkaupaferlar og útboðsskilmálar verða yfirfarnir með tilliti til þess. Þá mun Hafnarfjarðarbær tryggja að starfsfólk og eftirlitsaðilar á vegum bæjarins fái fræðslu um hvernig bera megi kennsl á mansal.

   Samkvæmt svari frá sviðstjóra stjórnsýslusviðs hefur eftirfarandi texti verið settur í öll útboð og samninga sem gerðir eru af sveitarfélaginu þar sem það á við:

   „Bjóðandi mun tryggja að allir starfsmenn sem koma munu að verkinu, hvort sem er sem starfsmenn bjóðanda eða undirverktaka, fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og aðstæður þeirra séu í samræmi við löggjöf á sviði vinnuverndar. Hvenær sem er á samningstíma mun bjóðandi geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur gagnvart þessum starfsmönnum séu uppfyllt. Bjóðandi samþykkir að ef hann getur ekki framvísað gögnum eða sýnt eftirlitsmanni verksins fram á að samningsskyldur séu uppfylltar innan 5 daga frá því ósk um slíkt er borin fram af verkkaupa getur verkkaupi rift verksamningi án frekari fyrirvara eða ákveðið að beita dagsektum sem nemur 0,1% af samningsupphæð fyrir hvern dag sem umbeðnar upplýsingar skortir. Beiting þessara vanefndaúrræða hefur ekki áhrif á gildi verktryggingar.“

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar framkomin svör og leggur áherslu á að áfram verði unnið að því að tryggja réttindi verkafólks og sporna gegn mögulegri misnotkun á vinnuafli.

  • 18129640 – Ásvallalaug, viðhald

   Tekið til umræðu.

   Sigurður Sverrir Gunnarsson og Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjórar mættu til fundar við afgreiðslu 5 dagskrárliðar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn fræðslu og frístundaþjónustu varðandi tímasetningu á endurbótum sem standa fyrir dyrum á sundlaugargólfi Ásvallalaugar, sem áætlað er að taki að minnsta kosti fjóra mánuði, þannig að skóla og íþróttastarf raskist sem minnst.

  • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu löggæslumyndavéla í samráði við fagaðila og forsendur fjárhagsáætlunar.

  • 1806309 – Hamarinn, grisjun trjáa

   Undirbúningsvinnu við grisjun grenitrjáa á Hamrinum er lokið. Minnisblað garðyrkjustjóra varðandi næstu skref lagt fram.

   Ingibjörg Sigurðardóttir garðyrkjustjóri mætti til fundar við afgreiðslu 7 dagskrárliðar.

   Lagt fram minnisblað garðyrkjustjóra. Afgreiðslu frestað milli funda.

  • 0811164 – Óbrinnishólar, námuvinnsla

   Tekin til umræðu námuvinnsla í Óbrinnishólum.

   Berglind Guðmundsdóttir arkitekt mætti til fundar við afgreiðslu 8 dagskrárliðar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við áframhaldandi vinnslu og að unnið sé eftir samþykktri frágangsáætlun.

  • 1811133 – Landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga

   Erindi móttekið 7. nóvember 2019 frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir landfræðilegum gögnum sveitarfélagsins. 5048 landeignir eru skráðar í fasteignaskrá innan Hafnarfjarðarkaupstaðar þar af eru 1009 landeignir afmarkaðar í landeignaskrá Þjóðskrár Íslands sem er um 20% allra landeigna. Eru það vonir Þjóðskrár að við það að fá gögn frá sveitarfélaginu þá muni þetta hlutfall hækka til muna.

   Umhverfis- og framkvæmdarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að svara erindinu.

  Fundargerðir

  • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

   Lögð fram fundargerð nr. 297.

  • 1901142 – Sorpa bs, fundargerðir 2019

   Lögð fram fundargerð nr. 402.

Ábendingagátt