Umhverfis- og framkvæmdaráð

30. janúar 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 323

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun 2019.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir viðauka I við fjárhagsáætlun 2019 fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

      Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi samfylkingar óskar bókað “Nú liggur fyrir að mat á heildarkostnaði (rúmar 449 millljónir) við endurbætur á St. Jó fer meira en 100% fram úr því mati á kostnaði við endurbæturnar sem birtist í frummati Strendings frá 27.3.2017 (rúmar 223 milljónir.

      Um verulegar fjárhæðir er að ræða og vil ég lýsa áhyggjum mínum af því hvað endurbætur á St. Jó munu kosta bæjarfélagið svo megi koma starfsemi af stað í Lífsgæðasetrinu sem þar mun vera til húsa. Eins hef ég áhyggjur af því að enn sé ófyrirséður kostnaður sem á eftir að leggjast ofan á þá upphæð sem nú er lögð fram sem heildarkostnaður við endurbæturnar.”

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra óska bókað “Við kaup bæjarins á St Jósefsspítala var lagt fram frummat á lágmarkskostnað til að koma húsnæðinu í notkun. Þar var skýrt tekið fram að inn í matið var ekki gert ráð fyrir breyttri starfsemi í húsinu frá því sem verið hafði en verkefnastjórn um St. Jósefsspítala sem skipuð var í kjölfarið lagði til að komið yrði á fót Lífsgæðasetri.

      Umhverfis- og skipulagsþjónusta hefur síðan gert kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á hverri hæð hússins með tilliti til þeirrar starfsemi sem nú er fyrirhuguð þar. Í frummatinu var heldur ekki lagt mat á kostnað við endurnýjaðar brunavarnir, aðgengi fyrir fatlaða og fleira til að uppfylla nútímakröfur í byggingum.

      Lagfæringar á húsinu hafa miðað að því að hægt verði að leigja út fyrsta áfanga í vor og að húsið verði sjálfbært þegar allar hæðirnar verða komnar í notkun. Allir fjármunir til framkvæmdanna hafa hingað til verið einróma samþykktir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Lögð er áhersla á að ekkert hefur verið framkvæmt umfram fjárheimildir og ákvarðanir um næstu skref og áfanga í verkefninu verða teknar með sama hætti og nú er gert.”

    • 1806309 – Hamarinn, grisjun trjáa

      Lögð fram tillaga garðyrkjustjóra að áfangaskiptingu við grisjun.

      Umhverrfis- og framkvæmdarráð samþykkir áfangaskiptingu garðyrkjustjóra.

    • 1901320 – Yfirlagnir í Hafnarfirði, ósk um framlengingu á samningi 2018

      Lagt fram erindi Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær-Colas um framlenginu á verksamningi.

      Halldór Ásgrímur Ingólfsson tæknifræðingur umhverfis- og skipulagsþjónustu kynnti erindið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlengingu verksamnings til eins árs.

    • 1901326 – Vegmerkingar í Hafnarfirði 2019

      Lagt fram erindi frá Vegamál Vegmerking ehf. um framlengingu á verksmningi.

      Halldór Ásgrímur Ingólfsson tæknifræðingur umhverfis- og skipulagsþjónustu kynnti erindið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlengingu verksamnings til eins árs.

    • 1901514 – Malbiksviðgerðir í Hafnarfirði 2019

      Lagt fram erindi Universal hf. um framlenginu á verksamningi.

      Halldór Ásgrímur Ingólfsson tæknifræðingur umhverfis- og skipulagsþjónustu kynnti erindið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlengingu verksamnings til eins árs.

    • 1901318 – Umhverfis- og skipulagsþjónusta, útboð og verksamningar 2019

      Lagt fram yfirlit yfir útboð og verksamninga fastra verkliða.

      Halldór Ásgrímur Ingólfsson tæknifræðingur umhverfis- og skipulagsþjónustu kynnti erindið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að útboð fari fram vegna vélavinnu sumarstarfa.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 10.10.2018 var óskað eftir kostnaðarmati á tillögum A og B að
      skólahreystibraut og leiksvæði fyrir yngri aldurshóp, við Ásvallalaug. Minnisblað vegna kostnaðarmats lagt fram.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu 2 með tveimur atkvæðum. Þrír sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að grenndarkynna tillögu 2 með tveimur atkvæðum. Tveir sitja hjá og einn er á móti.

      Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi Samfylkingar óskar bókað “Ég vil ítreka þá skoðun mína að ég hefði viljað sjá þessa fjármuni fara frekar í endurbætur á leiksvæðum grunn- og leikskóla í bæjarfélaginu.”

      Fulltrúi Bæjarlistans, Helga Arnardóttir, óskar bókað “Hefði viljað sjá fjármuni þessa verkefnis setta í að bæta og laga lóðir við skóla og leikskóla bæjarins, þar sem ég tel brýnna að fara í þau verkefni að svo stöddu. Gaman væri að fá Hreystibraut í bæjarfélagið engu að síður, en mikilvægara þykir mér að fara í lagfæringar á skólalóðum og fara í brautina síðar.”

    • 1901319 – Flokkun á plasti við stofnanir

      Lagt fram erindi Gámaþjónustunnar varðandi flokkun á plasti við stofnanir.

      Ishmael David tæknifræðingur umhverfis- og skipulagsþjónustu kynnti erindið.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir umsögn frá sviðinu.

    • 1805293 – Eignaskiptasamningar Hafnarfjarðarbæjar og íþrótta- og tómstundafélaga

      Lagður fram eignasamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Sörla til samþykktar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi eignasamning.

    • 1811288 – Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum

      Erindi um niðurgreiðslur á strætókortum sem til umfjöllunar var á fundi fræðsluráðs þann 16.1.2019 var vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Tekið til umræðu.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

      Tekin til umræðu.

      Fyrirhuguð er kynning fyrir íbúa á Umhverfis- og auðlindastefnu. Sviðinu falið að finna tímasetningu í febrúar.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Þann 24. janúar barst erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar syðri hluta Bláfjallavegar, suður undir Leiðarenda, og lagfæringar á norðurhluta Bláfjallavegar.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1901142 – Sorpa bs, fundargerðir 2019

      Lögð fram fundargerð nr. 403.

    • 1901143 – Strætó bs, fundargerðir 2019

      Lögð fram fundargerð nr. 298.

    • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

      Lögð fram 7. fundargerð starfshóps um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla frá 11. janúar 2019.

    • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

      Lagðar fram fundargerðir starfshóps nr. 9 og 10.

    • 1809299 – Sorpa bs, eigendafundir, fundargerðir 2018

    • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

      Lagðar fram verkfundargerðir nr. 39 og 40.

    • 1708176 – Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir

      Lögð fram verkfundargerð nr. 22.

Ábendingagátt