Umhverfis- og framkvæmdaráð

13. mars 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 326

Mætt til fundar

 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Tinna Hallbergsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1903080 – Skarðshlíð 3. áfangi - gatnagerð

   Óskað er eftir heimild til að bjóða út gatnagerð í Skarðshlíð 3. áfanga.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gatnagerð í Skarðshlíð 3. áfanga verið boðið út.

  • 1903275 – Ásvellir, Ólafssalur, áhorfendabekkir

   Lögð fram niðurstaða opnunar útboðs á áhorfendabekkjum í Ólafssal á Ásvöllum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, SportTæki.

  • 18129640 – Ásvallalaug, viðhald

   Lögð fram bókun íþrótta og tómstundarnefndar frá 6.3.2019 vegna fyrirhugðrar lokunar vegna framkvæmda.”Fulltrúar notenda laugarinnar; forstöðumaður sundstaða, fulltrúar Sundfélags Hafnarfjarðar og Íþróttafélagsinins Fjarðar eru sammála því að verkið ætti að vinnast frá loka maí fram í lok ágúst.”

   Lagt fram.

  • 1902539 – Seltún, borhola K-16

   Tekið til umræðu.

  • 1903278 – Hlíðarþúfur, ósk um lagfræingar og breytingar

   Lagt fram erindi reiðveganefndar Sörla dags. 11. mars sl.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna að lagfæringum í samstarfi við reiðveganefnd Sörla.

  • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

   Lögð fram gögn kynningarfundar Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar sem haldinn var 5. mars.

  • 1809062 – Vettvangsferð Umhverfis- og framkvæmdaráðs

   Farið verður í vettvangsferð í húsnæði vatnsveitu og fráveitu Hafnarfjarðar í lok fundarins.

  Fundargerðir

Ábendingagátt