Umhverfis- og framkvæmdaráð

27. mars 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 327

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

      Guðrún Lilja Kristinsdóttir og Birgitta Stefánsdóttir frá Umhverfisstofnun mæta til fundarins og kynna Svansvottun og möguleika á Svansvottuðum skólabyggingum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Þráinn Hauksson hjá Landslagi og Örn Erlendsson frá Liska mæta til fundarins og kynna hönnun á Norðurbakkanum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1804460 – Leikskólinn Hlíðarendi, starfsmannaaðstaða

      Lögð fram niðurstaða útboðs á viðbyggingu við leikskólann Hlíðarenda.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagsþjónustu að hefja viðræður við lægstbjóðandi E. Sigurðsson ehf.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Tillaga að hreystibraut við Ásvallalaug var í kynningu til 22. mars síðastliðinn. Tvær ábendingar bárust.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að gera tillögu að svari vegna framkominna athugasemda.

    • 1903314 – Plastlaus september 2019, beiðni um samstarf

      Lagt fram erindi Plastlaus september 2019 dags. 13. mars síðastliðinn þar sem óskað er eftir styrk við verkefnið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu með sama hætti og undanfarin ár.

    • 1903347 – Skólahúsnæði, mygla, athugun

      Tillögu Bæjarfulltrúa Miðflokksins Sigurðar Þ. Ragnarssonar var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til gagnaöflunar og afgreiðslu frá Bæjarstjórn. Tillagan er svohljóðandi: “Þær alvarlegu fréttir berast nú frá Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ að mygla sé að greinast í sumum skólum þessara sveitarfélaga. Greining á þeirri myglu kemur í kjölfar kvartana frá starfsmönnum og/eða forráðamönnum nemenda. Er því haldið fram að myglan ógni heilsufari einstakra starfsmanna og nemenda. Vegna þessara tíðinda er lagt til að fram fari óháð frumkvæðisrannsókn á mögulegri myglu í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarkaupstaðar. Það er mikilvægt að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi tiltækar upplýsingar um stöðu þessara mála í sínum skólum svo hægt sé að bregðast við ef niðurstöður staðfesta tilurð myglunnar í skólahúsnæði bæjarins.
      Lagt er til að tillögu þessari verði vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs til gagnaöflunar og afgreiðslu.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman þá verkferla sem unnið er eftir.

    • 1903277 – Klukkuvellir, dælubrunnur

      Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags 11. mars 2019 varðandi kvartanir vegna hávaða og ónæðis frá skolpdælum við Klukkuvelli 9.

      Verið er að vinna að varanlegri lausn á skolpdælum við Klukkuvelli.

    • 1903316 – Húsnæðisskrifstofa

      Kynnt starfsemi húsnæðisskrifstofu sem tengist Umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Hálfdán Þórðarson mætti til fundarins undir þessum dagskrárlið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Lagt fram drög af bréfi vegna fyrirhugaðra leiðarkerfisbreytinga í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að senda bréfið á stjórn Strætó bs.

    • 1903414 – Samþykktir um kattahald, breytingar

      Lagðar fram athugasemdir Umhverfis- og auðlindaráðuneytis við tillögu að breytingum á samþykkt um kattahald.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur lögfræðingi stjórnsýslusviðs að uppfæra samþykkt um kattahald í samræmi við framkomnar athugasemdir Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

    • 1903281 – Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2019, Seltún

      Lagt fram bréf Ferðamálastofu varðandi úthlutun á styrk til frekari uppbyggingar í Seltúni.

    • 1903282 – Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2019, Leiðarendi

      Lagt fram bréf Ferðamálastofu varðandi úthlutun á styrk til gerðar deiliskipulags fyrir Leiðarenda.

    Fundargerðir

Ábendingagátt