Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. maí 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 329

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Hallbergsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Fulltrúar lögreglunnar, Skúli Jónsson og Þórný Þórðardóttir, mæta til fundarins og fjalla um öryggis- og eftirlitsmyndavélar.

      Hálfdán Þórðarson umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1904347 – Hjarta Hafnarfjarðar 2019

      Fulltrúar Hjarta Hafnarfjarðar 2019, Páll Eyjólfsson og Guðveig Bjarkadóttir, mæta til fundarins og kynna hátíðina.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila lokun hluta Strandgötu fyrir akandi umferð skv. ósk Hjarta Hafnarfjarðar dagana 7-14 júlí.

    • 0706256 – Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum

      Lögð fram kostnaðaráætlun varðandi gerð stígs.

      Halldór Ingólfsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir verkefnið á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar.

    • 1904289 – Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar

      Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Sörla varðandi göngustíg í Gráhelluhrauni.

      Halldór Ingólfsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð synjar erindinu á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Tekið fyrir að nýju.

      Halldór Ingólfsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1904410 – Miðbær, skammtímabílastæði

      Lögð fram tillaga að fjölgun skammtímastæða í miðbænum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hluti bílastæða við Linnetstíg og Strandgötu verði breytt í skammtímastæði, 60 mínútur.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir endurmati á staðsetningu hreystibrautar frá fræðsluráði.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að kanna staðsetningu á Víðistaðatúni.

    • 1903347 – Skólahúsnæði, mygla, athugun

      Lagður fram verkferill varðandi raka- og myglumælingar.

      Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt